Inga hyggst koma kaffistofunni til aðstoðar

Alþingi | 2. júlí 2025

Inga hyggst koma kaffistofunni til aðstoðar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, heimsótti Kaffistofu Samhjálpar í maí þar sem hún átti þar gott samtal við framkvæmdastjóra Samhjálpar og upplýsti að hún myndi skoða hvort stjórnvöld gætu með einhverjum hætti komið kaffistofunni til aðstoðar.

Inga hyggst koma kaffistofunni til aðstoðar

Alþingi | 2. júlí 2025

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, heim­sótti Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar í maí þar sem hún átti þar gott sam­tal við fram­kvæmda­stjóra Sam­hjálp­ar og upp­lýsti að hún myndi skoða hvort stjórn­völd gætu með ein­hverj­um hætti komið kaffi­stof­unni til aðstoðar.

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, heim­sótti Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar í maí þar sem hún átti þar gott sam­tal við fram­kvæmda­stjóra Sam­hjálp­ar og upp­lýsti að hún myndi skoða hvort stjórn­völd gætu með ein­hverj­um hætti komið kaffi­stof­unni til aðstoðar.

Þetta kem­ur fram í svari ráðherra við fyr­ir­spurn frá Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, um hús­næðis­vanda kaffi­stof­unn­ar.

Hann spurði Ingu hvort hún hygðist beita sér fyr­ir lausn á hús­næðis­vand­an­um og ef svo væri, með hvaða hætti?

„Ráðherra er vel kunn­ugt um þá stöðu sem blas­ir við Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar í haust og tek­ur heils hug­ar und­ir að finna þurfi lausn á hús­næðis­vanda kaffi­stof­unn­ar sem fyrst svo tryggja megi áfram þá mik­il­vægu þjón­ustu sem þar er veitt,“ seg­ir í svari Ingu.

„Ráðherra heim­sótti kaffi­stof­una í maí síðastliðnum og átti þar gott sam­tal við fram­kvæmda­stjóra Sam­hjálp­ar og upp­lýsti að hún myndi skoða hvort stjórn­völd gætu með ein­hverj­um hætti komið kaffi­stof­unni til aðstoðar. Með hvaða hætti slík aðstoð gæti litið út ligg­ur ekki fyr­ir að svo stöddu,“ seg­ir enn frem­ur í svar­inu.

mbl.is