Nágrannaríki fara allt aðra leið en Ísland

Veiðigjöld | 2. júlí 2025

Nágrannaríki fara allt aðra leið en Ísland

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur tímabært að endurskoða kolefnisgjöld á íslenskan sjávarútveg. Hann segir skattheimtuna veikja samkeppnishæfni greinarinnar gagnvart nágrannaríkjum.

Nágrannaríki fara allt aðra leið en Ísland

Veiðigjöld | 2. júlí 2025

Njáll bendir á Noreg, Danmörku, Færeyjar og Grænland í þessu …
Njáll bendir á Noreg, Danmörku, Færeyjar og Grænland í þessu samhengi. mbl.is//Eggert

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur tíma­bært að end­ur­skoða kol­efn­is­gjöld á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Hann seg­ir skatt­heimt­una veikja sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar gagn­vart ná­granna­ríkj­um.

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur tíma­bært að end­ur­skoða kol­efn­is­gjöld á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Hann seg­ir skatt­heimt­una veikja sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar gagn­vart ná­granna­ríkj­um.

Í umræðu um veiðigjöld á Alþingi í dag sagði Njáll Trausti að kol­efn­is­gjöld á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg hefðu hækkað veru­lega á und­an­förn­um tveim­ur árum.

Hann bend­ir á að það dragi úr sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerða gagn­vart ná­granna­lönd­um.

Dan­mörk og Nor­eg­ur með niður­greiðslur

Hann vísaði sér­stak­lega til þess að í Dan­mörku hafi stjórn­völd ákveðið að greiða niður kol­efn­is­gjöld sjáv­ar­út­vegs­ins frá og með þessu ári, auk þess sem sam­bæri­leg­ar aðgerðir hafi verið tekn­ar upp í Nor­egi.

Í Fær­eyj­um og á Græn­landi séu hins veg­ar eng­in slík gjöld lögð á skip í sjáv­ar­út­vegi.

„Upp á sam­keppn­is­hæfni okk­ar Íslend­inga þá tel ég rétt að við end­ur­skoðum það sem kem­ur að þessu. Og auðvitað teng­ist þetta bara heild­ar­kostnaði við út­gerðina, að reka skip­in. Það er ekki gott ef við erum með ein­hver sérá­kvæði hér varðandi kol­efn­is­gjöld­in, miðað við þegar við sjá­um ná­granna­rík­in fara allt aðra leið en er verið að vinna með hér,“ sagði Njáll.

Orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi í nánd

Að mati þing­manns­ins er ljóst að orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi muni ekki eiga sér stað á næstu árum. Hann seg­ir ís­lensk­ar út­gerðir þegar hafa tekið stór skref í átt að minni los­un með fjár­fest­ing­um í nýj­um og spar­neytn­ari skip­um, sem hafi skilað mikl­um ár­angri í minni ol­íu­notk­un og lægra kol­efn­is­spori.

„Hér er búið að bæta við háum upp­hæðum á síðustu tveim­ur árum í gegn­um kol­efn­is­gjöld­in í þeirri trú að það væri að fara fram orku­skipti í sjáv­ar­út­veg­in­um í fisk­veiðum. En það er ekki að ger­ast og er ekki að raun­ger­ast. Þetta er að fær­ast aft­ar,“ sagði Njáll.

Hann tel­ur mik­il­vægt að horfa til þess­ar­ar þró­un­ar við ákvörðun um framtíðar­gjald­töku og skatta á sjáv­ar­út­veg­inn. Nauðsyn­legt sé að tryggja að ís­lensk­ar út­gerðir sitji ekki eft­ir í alþjóðlegri sam­keppni vegna inn­lendra álaga sem aðrir þurfi ekki að greiða.

mbl.is