Ríkisstjórnin má „búa til vitlaus lög“

Alþingi | 2. júlí 2025

Ríkisstjórnin má „búa til vitlaus lög“

Þingstörf standa enn yfir þrátt fyrir að júlímánuður sé genginn í garð og ekki sér fyrir endann á þeim. Átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu harðna, þar sem hvor aðili um sig sakar hinn um takmarkaðan samningsvilja.

Ríkisstjórnin má „búa til vitlaus lög“

Alþingi | 2. júlí 2025

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar.
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar. Ljósmynd/Aðsend

Þing­störf standa enn yfir þrátt fyr­ir að júlí­mánuður sé geng­inn í garð og ekki sér fyr­ir end­ann á þeim. Átök milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu harðna, þar sem hvor aðili um sig sak­ar hinn um tak­markaðan samn­ings­vilja.

Þing­störf standa enn yfir þrátt fyr­ir að júlí­mánuður sé geng­inn í garð og ekki sér fyr­ir end­ann á þeim. Átök milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu harðna, þar sem hvor aðili um sig sak­ar hinn um tak­markaðan samn­ings­vilja.

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagði í ræðu sinni áherslu á að mik­il­vægt væri að hraða þing­störf­um svo að þing­flokks­for­menn gætu komið sam­an og náð sam­komu­lagi um þinglok.

„Það er gjarn­an talað um þingloka­samn­inga. Út á það geng­ur þetta. Það geng­ur út á það að minni­hlut­inn og meiri­hlut­inn setj­ist niður og reyni að leiða í jörð ágrein­ing um stór mál og koma sér sam­an um þinglok. Það hef­ur aldrei, held ég, gengið eins illa og núna,“ sagði Jón.

Ef­ast um samn­ings­vilja Jóns

Guðbrand­ur Ein­ars­son, þingmaður Viðreisn­ar, lýsti efa­semd­um sín­um um raun­veru­leg­an samn­ings­vilja stjórn­ar­and­stæðinga.

Hann sagði að Jón Gunn­ars­son hefði á sama tíma og hann kallaði eft­ir sátt í þingsal, sagt að þingi myndi ekki ljúka fyrr en að frum­varp um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um yrði fellt af dag­skrá.

„Ég spyr um samn­ings­vilja þegar hátt­virt­ur þingmaður Jón Gunn­ars­son kem­ur hér upp og býður fram ein­hverja sátt­ar­hönd en á sama tíma er hann að full­yrða það í fjöl­miðlum að þetta þing verði ekki stoppað fyrr en þetta mál [veiðigjalda­frum­varpið] verður tekið af dag­skrá. Maður velt­ir fyr­ir sér samn­ings­vilja hans þar,“ sagði Guðbrand­ur.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​ttar

Lýðræðið veiti meiri­hluta heim­ild til að samþykkja vit­laus lög

Í umræðunum vísaði Guðbrand­ur einnig til um­fjöll­un­ar Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem hafði sagt í færslu á sam­fé­lags­miðlum að stjórn­ar­andstaðan mætti vissu­lega lýsa and­stöðu sinni við frum­vörp rík­is­stjórn­ar, en að það væri hlut­verk meiri­hlut­ans að setja lög.

„Lýðræðið virk­ar þannig að þó að það sé vit­laus meiri­hluti, þá má hann búa til vit­laus lög,“ sagði Guðbrand­ur.

„Lýðræðið er sem bet­ur fer mun flókn­ara“

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, steig síðar í pontu og svaraði orðunum. Hún tók und­ir það að rík­is­stjórn­in hefði lýðræðis­legt umboð, en lagði áherslu á að lýðræðis­ferlið væri flókn­ara en svo að meiri­hlut­inn gæti ein­fald­lega samþykkt lög að vild.

„Lýðræðið er sem bet­ur fer mun flókn­ara og vandaðra fyr­ir­bæri en það að sá sem er vald­hafi hverju sinni sitji og ýti á græna takk­ann í sínu borði. Það er vandaðra og flókn­ara en það og þá seg­ir sig sjálft að minni­hlut­inn hverju sinni gæti þá að sjálf­sögðu bara verið heima hjá sér ef það væri reynd­in,“ sagði Hild­ur.

mbl.is