Óskýr menntastefna Íslands

Skólakerfið í vanda | 3. júlí 2025

Óskýr menntastefna Íslands

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hyggst kynna aðra af þremur aðgerðaáætlunum menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 í vikunni. Sú aðgerðaáætlun hefur beðið kynningar í rúmt ár en með henni er ætlunin að bregðast við slökum árangri í PISA.

Óskýr menntastefna Íslands

Skólakerfið í vanda | 3. júlí 2025

Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra mun kynna næstu aðgerðir.
Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra mun kynna næstu aðgerðir. mbl.is/Karítas

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, hyggst kynna aðra af þrem­ur aðgerðaáætl­un­um mennta­stefnu stjórn­valda til árs­ins 2030 í vik­unni. Sú aðgerðaáætl­un hef­ur beðið kynn­ing­ar í rúmt ár en með henni er ætl­un­in að bregðast við slök­um ár­angri í PISA.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, hyggst kynna aðra af þrem­ur aðgerðaáætl­un­um mennta­stefnu stjórn­valda til árs­ins 2030 í vik­unni. Sú aðgerðaáætl­un hef­ur beðið kynn­ing­ar í rúmt ár en með henni er ætl­un­in að bregðast við slök­um ár­angri í PISA.

Jöfn tæki­færi fyr­ir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyr­ir framtíðina, vellíðan í önd­vegi og gæði í for­grunni eru þær fimm stoðir sem mennta­stefn­an hvíl­ir á. Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in (OECD) rýndi stefn­una á sín­um tíma en í skýrslu sem birt­ist sum­arið eft­ir að stefn­an var samþykkt kom m.a. fram að stefnu­mál­in væru orðuð með mjög al­menn­um hætti og í sum­um til­vik­um væri óljóst hvaða stjórn­valdsaðgerðir þyrfti að ráðast í til að koma þeim fram. Þá hvatti OECD Ísland til að tengja fleiri áþreif­an­lega mæli­kv­arða við mark­miðin til að auðvelda val á aðgerðum og mat á ár­angri.

Eng­in sam­ræmd könn­un­ar­próf hafa verið hald­in frá því að stefn­an tók gildi árið 2021. Niður­stöður úr PISA 2022 sýna þó að náms­ár­angri ís­lenskra nema hrak­ar. Stjórn­völd hafa enn ekki sýnt hvernig eigi að sporna við þeirri þróun. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 26-27 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag

mbl.is