Sér eftir að hafa fengið sér Tyrklandstennur

Poppkúltúr | 3. júlí 2025

Sér eftir að hafa fengið sér Tyrklandstennur

Áhrifavaldurinn Alix Earle sagði frá einu lýtaaðgerðinni sem hún óskaði þess að hafa aldrei gengist undir. Earle tjáði sig um aðgerðina í myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok í gær.

Sér eftir að hafa fengið sér Tyrklandstennur

Poppkúltúr | 3. júlí 2025

Alix Earle segir að hún hefði átt að hlusta á …
Alix Earle segir að hún hefði átt að hlusta á innsæið þegar hún fór til tannlæknis. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Alix Earle sagði frá einu lýtaaðgerðinni sem hún óskaði þess að hafa aldrei geng­ist und­ir. Earle tjáði sig um aðgerðina í mynd­skeiði á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok í gær.

Áhrifa­vald­ur­inn Alix Earle sagði frá einu lýtaaðgerðinni sem hún óskaði þess að hafa aldrei geng­ist und­ir. Earle tjáði sig um aðgerðina í mynd­skeiði á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok í gær.

„Mig langaði aldrei til að tala um það því mér líður skyndi­lega eins og ég sjái eft­ir því og mig lang­ar ekki að hafa áhrif á að fólk geri eitt­hvað sem ég held það ætti ekki að gera,“ út­skýrði hún.

Earle hafði fyrr þenn­an sama dag brotið neðan af fram­tönn á meðan hún spjallaði við leik­kon­una Kate Hudson í par­tíi. Hún viður­kenndi að hafa brostið í grát. Í mynd­skeiðinu þjal­ar hún neðan af tönn­inni til að reyna að laga brotið. 

Hún sagðist hafa fengið sér fram­leng­ingu á hliðarfram­tenn­urn­ar vegna þess að þær voru alltaf styttri en fram­tenn­urn­ar. Fram­leng­ing­arn­ar brotnuðu í sí­fellu þegar hún skellti sam­an tönn­un­um í svefni. Þá ákvað hún að fá sér postu­línskrón­ur yfir hliðarfram­tenn­urn­ar, svo­kallaðar „Tyrk­land­stenn­ur“, en tann­lækn­ir­inn ráðlagði henni að fá sér einnig krón­ur á efri fram­tenn­urn­ar og á fjór­ar neðri fram­tennd­ur. 

„Ég veit ekki af hverju ég hlustaði á hann því þetta var ekki það sem mig langaði,“ sagði hún. „Ég fór inn fyr­ir tvær tenn­ur en endaði á að láta gera þetta við tíu.“

Hún sagðist strax hafa séð eft­ir þessu og hugsað með sér hvað hún hefði gert. Hún bætti við að hún sæi ekki eft­ir mörgu en að ef hún gæti farið aft­ur tím­ann þá hefði hún klár­lega sleppt tannaðgerðinni.

Page Six

mbl.is