Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu

Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu

Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist nú eftir samþykki fulltrúadeildarinnar fyrir hinu „stóra og fallega frumvarpi“ sem hefur þegar verið samþykkt í öldungadeildinni en mætir nú andstöðu úr öllum áttum innan sundurleits flokks síns vegna ákvæða sem eru sögð auka verulega ríkisskuldirnar og ráðast fordæmalaust á velferðarkerfið.

Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 3. júlí 2025

Frumvarpið snýr að ríkisfjármálum og inniheldur mörg kosningaloforð Trumps.
Frumvarpið snýr að ríkisfjármálum og inniheldur mörg kosningaloforð Trumps. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sæk­ist nú eft­ir samþykki full­trúa­deild­ar­inn­ar fyr­ir hinu „stóra og fal­lega frum­varpi“ sem hef­ur þegar verið samþykkt í öld­unga­deild­inni en mæt­ir nú and­stöðu úr öll­um átt­um inn­an sund­ur­leits flokks síns vegna ákvæða sem eru sögð auka veru­lega rík­is­skuld­irn­ar og ráðast for­dæma­laust á vel­ferðar­kerfið.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sæk­ist nú eft­ir samþykki full­trúa­deild­ar­inn­ar fyr­ir hinu „stóra og fal­lega frum­varpi“ sem hef­ur þegar verið samþykkt í öld­unga­deild­inni en mæt­ir nú and­stöðu úr öll­um átt­um inn­an sund­ur­leits flokks síns vegna ákvæða sem eru sögð auka veru­lega rík­is­skuld­irn­ar og ráðast for­dæma­laust á vel­ferðar­kerfið.

Frum­varpið var upp­haf­lega samþykkt í full­trúa­deild­inni í maí og náði í gegn­um öld­unga­deild­ina á þriðju­dag­inn með aðeins einu at­kvæði, en þurfti að fara aft­ur í full­trúa­deild­ina til að staðfesta breyt­ing­ar sem gerðar voru þar.

Strandaði á byrj­un­ar­reit

Í full­trúa­deild­inni þurfa frum­vörp að fara í gegn­um mörg skref áður en það get­ur verið borið upp til loka­at­kvæðagreiðslu og þarf meiri­hluti þing­manna að samþykkja fum­varpið á hverju stigi.

Viðvör­un­ar­bjöll­ur fóru að hringja snemma þegar frum­varpið strandaði á einu af fyrstu skref­un­um, at­kvæðagreiðslan sem hefði átt að vera ein­föld var stóð yfir í sjö klukku­stund­ir og 31 mín­útu og var þar með sú lengsta í sögu full­trúa­deild­ar­inn­ar.

Frum­varpið snýr að rík­is­fjár­mál­um og inni­held­ur mörg kosn­ingalof­orð Trumps, hann eyk­ur út­gjöld til hers­ins, veit­ir fé til um­fangs­mik­ill­ar brott­vís­un­araðgerðar gegn inn­flytj­end­um og legg­ur 4,5 bill­jón­ir dala í að fram­lengja skatta­afslætti sem veitt­ir voru á hans fyrsta kjör­tíma­bili.

mbl.is