Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist nú eftir samþykki fulltrúadeildarinnar fyrir hinu „stóra og fallega frumvarpi“ sem hefur þegar verið samþykkt í öldungadeildinni en mætir nú andstöðu úr öllum áttum innan sundurleits flokks síns vegna ákvæða sem eru sögð auka verulega ríkisskuldirnar og ráðast fordæmalaust á velferðarkerfið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist nú eftir samþykki fulltrúadeildarinnar fyrir hinu „stóra og fallega frumvarpi“ sem hefur þegar verið samþykkt í öldungadeildinni en mætir nú andstöðu úr öllum áttum innan sundurleits flokks síns vegna ákvæða sem eru sögð auka verulega ríkisskuldirnar og ráðast fordæmalaust á velferðarkerfið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist nú eftir samþykki fulltrúadeildarinnar fyrir hinu „stóra og fallega frumvarpi“ sem hefur þegar verið samþykkt í öldungadeildinni en mætir nú andstöðu úr öllum áttum innan sundurleits flokks síns vegna ákvæða sem eru sögð auka verulega ríkisskuldirnar og ráðast fordæmalaust á velferðarkerfið.
Frumvarpið var upphaflega samþykkt í fulltrúadeildinni í maí og náði í gegnum öldungadeildina á þriðjudaginn með aðeins einu atkvæði, en þurfti að fara aftur í fulltrúadeildina til að staðfesta breytingar sem gerðar voru þar.
Í fulltrúadeildinni þurfa frumvörp að fara í gegnum mörg skref áður en það getur verið borið upp til lokaatkvæðagreiðslu og þarf meirihluti þingmanna að samþykkja fumvarpið á hverju stigi.
Viðvörunarbjöllur fóru að hringja snemma þegar frumvarpið strandaði á einu af fyrstu skrefunum, atkvæðagreiðslan sem hefði átt að vera einföld var stóð yfir í sjö klukkustundir og 31 mínútu og var þar með sú lengsta í sögu fulltrúadeildarinnar.
Frumvarpið snýr að ríkisfjármálum og inniheldur mörg kosningaloforð Trumps, hann eykur útgjöld til hersins, veitir fé til umfangsmikillar brottvísunaraðgerðar gegn innflytjendum og leggur 4,5 billjónir dala í að framlengja skattaafslætti sem veittir voru á hans fyrsta kjörtímabili.