„Stundum þarf maður að rífa sig upp“

Heilsuferðir | 3. júlí 2025

„Stundum þarf maður að rífa sig upp“

„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að byrja daginn á æfingu og það er í raun engin afsökun að sleppa því. Í mörgum tilfellum hefur fólk meiri tíma til að æfa í fríinu.“ Þetta segir hlauparinn og einkaþjálfarinn Íris Dóra Snorradóttir um að halda sér í formi í sumarfríinu.

„Stundum þarf maður að rífa sig upp“

Heilsuferðir | 3. júlí 2025

Einkaþjálfarinn Íris Dóra Snorradóttir æfir hlaup með FH í Hafnarfirði.
Einkaþjálfarinn Íris Dóra Snorradóttir æfir hlaup með FH í Hafnarfirði. mbl.is/Karítas

„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að byrja dag­inn á æf­ingu og það er í raun eng­in af­sök­un að sleppa því. Í mörg­um til­fell­um hef­ur fólk meiri tíma til að æfa í frí­inu.“ Þetta seg­ir hlaup­ar­inn og einkaþjálf­ar­inn Íris Dóra Snorra­dótt­ir um að halda sér í formi í sum­ar­frí­inu.

„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að byrja dag­inn á æf­ingu og það er í raun eng­in af­sök­un að sleppa því. Í mörg­um til­fell­um hef­ur fólk meiri tíma til að æfa í frí­inu.“ Þetta seg­ir hlaup­ar­inn og einkaþjálf­ar­inn Íris Dóra Snorra­dótt­ir um að halda sér í formi í sum­ar­frí­inu.

„Á mörg­um hót­el­um er­lend­is og hér­lend­is er t.d. lík­ams­rækt og fyr­ir hlaup­in þarf bara skó. Þegar fólk ferðast með börn þá get­ur líka verið bara gam­an að labba um og skoða um­hverfið.“

„Ég er með bakgrunn úr fótbolta og byrjaði þar mjög …
„Ég er með bak­grunn úr fót­bolta og byrjaði þar mjög ung og var „all-in“. mbl.is/​Karítas

Íris seg­ir hreyf­ing­una ekki þurfa að vera mikla eða erfiða og ef hreyf­ing er ekki inni í mynd­inni þá er um að gera að passa mataræðið, huga að skammta­stærðum og „ekki missa sig“. 

„Það er alltaf hægt að gera styrktaræf­ing­ar þótt það sé ekki rækt. Hægt er að taka kviðæf­ing­ar á gólf­inu, arm­beygj­ur, fram­stig, hné­beygj­ur og planka. Það eru ýms­ar leiðir, það er hægt að gera æf­ing­ar hvar sem er og þær þurfa ekki að taka lang­an tíma.“

Íris legg­ur áherslu á að klára æf­ing­una fyr­ir dag­inn á morgn­ana og seg­ir það betra en seinnipart dags, þá verði meiri lík­ur á að borðaður sé holl­ari mat­ur yfir dag­inn. 

Íris Dóra varð tvöfaldur Íslandsmeistari í innanhússhlaupum í febrúar.
Íris Dóra varð tvö­fald­ur Íslands­meist­ari í inn­an­húss­hlaup­um í fe­brú­ar. Ljós­mynd/​Auðbjörg/​Ice­land At­hletics

Sterk­ur bak­grunn­ur

„Ég er með bak­grunn úr fót­bolta og byrjaði þar mjög ung og var „all-in“. Íris spilaði upp yngri flokk­ana með HK og í meist­ara­flokki með sam­einuðu liði HK og Vík­ings. Á meðan hún spilaði þar var hún val­in knatt­spyrnu­kona HK, fékk verðlaun fyr­ir mestu fram­far­ir og varð marka­hæst í liðinu. Í úr­vals­deild­inni spilaði húm með Fylki úr Árbæn­um. Hún var val­in í úr­taks­hóp landsliðsins U-19 og endaði fer­il­inn með Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ.

„Ég byrjaði að hlaupa sjálf árið 2012 og fór að gera hlaup­in að al­vöru í kóvid, árið 2020.“ 

Í dag æfir Íris hlaup með FH og tek­ur þátt í öll­um þeim mót­um sem hún hef­ur mögu­leika á, t.a.m Reykja­vík Games og Meist­ara­móti Íslands. Fyrr á ár­inu varð hún tvö­fald­ur Íslands­meist­ari inn­an­húss. Hún er einnig iðin við að taka þátt í götu­hlaup­um á sumr­in.

„Ég hef alltaf verið dugleg í styrktar- og ræktaræfingum með …
„Ég hef alltaf verið dug­leg í styrkt­ar- og ræktaræf­ing­um með fót­bolt­an­um þegar ég var að æfa og núna með hlaup­un­um.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Hvenær og af hverju fórstu að læra einkaþjálf­un? 

„Mig langaði alltaf að verða einkaþjálf­ari. Það var alltaf of­ar­lega í hug­an­um og mér fannst það passa vel við mig. Ég hef alltaf verið dug­leg í styrkt­ar- og ræktaræf­ing­um með fót­bolt­an­um þegar ég var að æfa og núna með hlaup­un­um,“ seg­ir Íris sem hef­ur einnig lokið B.Sc.-gráðu í íþrótta­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Þá sótti hún einnig nám­skeið í einkaþjálf­un er­lend­is og klár­arði auk þess meist­ara­gráðu í for­ystu- og mannauðsstjórn­un við viðskipta­deild Há­skól­ans á Bif­röst.

Í dag starfar hún sem einkaþjálf­ari hjá lík­ams­rækt­ar­stöðinni World Class.

„Ég byrjaði að hlaupa sjálf árið 2012 og fór að …
„Ég byrjaði að hlaupa sjálf árið 2012 og fór að gera hlaup­in að al­vöru í kóvid, árið 2020.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Formið og mark­miðin

Spurð um hvernig best sé að koma sér í gott form, eða a.m.k byrja að hreyfa sig, seg­ir Íris stöðug­leika vera núm­er eitt, tvö og þrjú.

„Þú verður að finna þér lífs­stíl og halda hon­um, setja þér t.d. mark­mið um að hreyfa þig tvisvar sinn­um í viku, gera það og halda því. Þetta á einnig við um mataræðið.“ 

Íris nefn­ir að gott sé að setja sér ný mark­mið reglu­lega, sér­stak­lega þegar sóst er eft­ir meiri ár­angri.  

„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að …
„Það er mjög gott ef þú ert í fríi að byrja dag­inn á æf­ingu og það er í raun eng­in af­sök­un að sleppa því. Í mörg­um til­fell­um hef­ur fólk meiri tíma til að æfa í frí­inu.“ Ljós­mynd/​Aðsend

„Um leið og þú finn­ur hreyf­ingu sem þér finnst skemmti­leg og finn­ur færni í henni, sem er ótrú­lega já­kvætt, þá er al­veg lík­legt að þú vilj­ir meira, sem er holl­asta og besta leiðin til að byrja heil­brigðan og góðan lífs­stíl. Svo er fólk með mis­mun­andi keppn­is­skap en ég held að í flest­um til­fell­um vilji fólk verða ennþá betra.“

Svo koma auðvitað dag­ar þegar erfiðara er að standa upp úr sóf­an­um og hafa sig á æf­ingu, hvað gera bænd­ur þá?

„Ein­hver æf­ing er betri en eng­in æf­ing. Maður má ekki vera of góður við sjálf­an sig. Stund­um þarf maður að rífa sig upp. Klæddu þig a.m.k í föt­in, reimdu á þig skóna og sjáðu hvort þú kom­ist ekki í stuð.“

mbl.is