Timothée og Kylie taka sambandið á næsta stig

Kardashian | 3. júlí 2025

Timothée og Kylie taka sambandið á næsta stig

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet hafa tekið samband sitt á næsta stig eftir rúmlega tvö ár saman. Jenner tók frumkvæðið og byrjaði loks að fylgja Chalamet á Instagram, sem þykir fréttnæmt þar sem raunveruleikastjarnan fylgir aðeins 119 einstaklingum á samfélagsmiðlinum. Chalamet sjálfur fylgir hins vegar engum á sinni opinberu Instagram-síðu, ekki einu sinni Jenner.

Timothée og Kylie taka sambandið á næsta stig

Kardashian | 3. júlí 2025

Timothée Chalamet og Kylie Jenner taka sambandið á næsta stig.
Timothée Chalamet og Kylie Jenner taka sambandið á næsta stig. AFP

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner og leik­ar­inn Timot­hée Chala­met hafa tekið sam­band sitt á næsta stig eft­ir rúm­lega tvö ár sam­an. Jenner tók frum­kvæðið og byrjaði loks að fylgja Chala­met á In­sta­gram, sem þykir frétt­næmt þar sem raun­veru­leika­stjarn­an fylg­ir aðeins 119 ein­stak­ling­um á sam­fé­lags­miðlin­um. Chala­met sjálf­ur fylg­ir hins veg­ar eng­um á sinni op­in­beru In­sta­gram-síðu, ekki einu sinni Jenner.

Raun­veru­leika­stjarn­an Kylie Jenner og leik­ar­inn Timot­hée Chala­met hafa tekið sam­band sitt á næsta stig eft­ir rúm­lega tvö ár sam­an. Jenner tók frum­kvæðið og byrjaði loks að fylgja Chala­met á In­sta­gram, sem þykir frétt­næmt þar sem raun­veru­leika­stjarn­an fylg­ir aðeins 119 ein­stak­ling­um á sam­fé­lags­miðlin­um. Chala­met sjálf­ur fylg­ir hins veg­ar eng­um á sinni op­in­beru In­sta­gram-síðu, ekki einu sinni Jenner.

Aðdá­end­ur þeirra tóku eft­ir þessu í vik­unni og fóru að ræða málið með mikl­um áhuga á sam­fé­lags­miðlin­um X. Jenner er með um 393 millj­ón­ir fylgj­enda á In­sta­gram, á meðan Chala­met er með 19,7 millj­ón­ir. 

Sáust í inni­legu kele­ríi

Jenner og Chala­met kveiktu fyrst sögu­sagn­ir um að þau væru að stinga sam­an nefj­um snemma árs 2023. Í sama mánuði sást svart­ur Range Rover-jeppi Jenner fyr­ir utan heim­ili leik­ar­ans í Bever­ly Hills. Í sept­em­ber sama ár sáust þau í inni­legu kele­ríi á tón­leik­um Beyoncé í Los Ang­eles. 

Hlaut heiður­sverðlaun í Róm

Síðan þá hafa þau birst op­in­ber­lega öðru hverju. Jenner hef­ur einnig staðið við hlið Chala­mets á mörg­um viðburðum á verðlauna­hátíðar­tíma­bil­inu, meðal ann­ars á Gold­en Globe í janú­ar og Óskar­sverðlauna­hátíðinni í mars.

Í maí síðastliðnum mættu þau fyrst op­in­ber­lega sam­an á rauða dreg­il­inn á Dav­id di Dona­tello-verðlauna­hátíðinni í Róm, þar sem Chala­met hlaut heiður­sverðlaun fyr­ir fram­lag sitt til kvik­myndaiðnaðar­ins.

Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Timot­hée Chala­met og Kylie Jenner á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í mars. AFP

Mættu ekki sam­an í brúðkaup Bazos-hjón­anna

Þrátt fyr­ir al­var­leika sam­bands­ins mætti Chala­met ekki með Jenner í brúðkaup Jeff Bezos og Lauren Sánchez í Fen­eyj­um í síðustu viku. Jenner mætti þangað með systr­um sín­um, móður sinni Kris Jenner og kær­asta henn­ar Cor­ey Gamble, ásamt börn­um sín­um tveim­ur, Stormi, sjö ára, og Aire, þriggja ára, sem hún á með rapp­ar­an­um Tra­vis Scott.

mbl.is