Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet hafa tekið samband sitt á næsta stig eftir rúmlega tvö ár saman. Jenner tók frumkvæðið og byrjaði loks að fylgja Chalamet á Instagram, sem þykir fréttnæmt þar sem raunveruleikastjarnan fylgir aðeins 119 einstaklingum á samfélagsmiðlinum. Chalamet sjálfur fylgir hins vegar engum á sinni opinberu Instagram-síðu, ekki einu sinni Jenner.
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet hafa tekið samband sitt á næsta stig eftir rúmlega tvö ár saman. Jenner tók frumkvæðið og byrjaði loks að fylgja Chalamet á Instagram, sem þykir fréttnæmt þar sem raunveruleikastjarnan fylgir aðeins 119 einstaklingum á samfélagsmiðlinum. Chalamet sjálfur fylgir hins vegar engum á sinni opinberu Instagram-síðu, ekki einu sinni Jenner.
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet hafa tekið samband sitt á næsta stig eftir rúmlega tvö ár saman. Jenner tók frumkvæðið og byrjaði loks að fylgja Chalamet á Instagram, sem þykir fréttnæmt þar sem raunveruleikastjarnan fylgir aðeins 119 einstaklingum á samfélagsmiðlinum. Chalamet sjálfur fylgir hins vegar engum á sinni opinberu Instagram-síðu, ekki einu sinni Jenner.
Aðdáendur þeirra tóku eftir þessu í vikunni og fóru að ræða málið með miklum áhuga á samfélagsmiðlinum X. Jenner er með um 393 milljónir fylgjenda á Instagram, á meðan Chalamet er með 19,7 milljónir.
Jenner og Chalamet kveiktu fyrst sögusagnir um að þau væru að stinga saman nefjum snemma árs 2023. Í sama mánuði sást svartur Range Rover-jeppi Jenner fyrir utan heimili leikarans í Beverly Hills. Í september sama ár sáust þau í innilegu keleríi á tónleikum Beyoncé í Los Angeles.
Síðan þá hafa þau birst opinberlega öðru hverju. Jenner hefur einnig staðið við hlið Chalamets á mörgum viðburðum á verðlaunahátíðartímabilinu, meðal annars á Golden Globe í janúar og Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Í maí síðastliðnum mættu þau fyrst opinberlega saman á rauða dregilinn á David di Donatello-verðlaunahátíðinni í Róm, þar sem Chalamet hlaut heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndaiðnaðarins.
Þrátt fyrir alvarleika sambandsins mætti Chalamet ekki með Jenner í brúðkaup Jeff Bezos og Lauren Sánchez í Feneyjum í síðustu viku. Jenner mætti þangað með systrum sínum, móður sinni Kris Jenner og kærasta hennar Corey Gamble, ásamt börnum sínum tveimur, Stormi, sjö ára, og Aire, þriggja ára, sem hún á með rapparanum Travis Scott.