Aðalsteinn á Heimildinni selur hæð og ris á Langholtsvegi

Heimili | 4. júlí 2025

Aðalsteinn á Heimildinni selur hæð og ris á Langholtsvegi

Aðalsteinn Kjartansson aðstoðarritstjóri Heimildarinnar hefur sett glæsilega eign á Langholtsvegi á sölu. 

Aðalsteinn á Heimildinni selur hæð og ris á Langholtsvegi

Heimili | 4. júlí 2025

Íbúðin er sérlega björt og falleg á vinsælum stað í …
Íbúðin er sérlega björt og falleg á vinsælum stað í Reykjavík. Ljósmynd/Esja Fasteignasala

Aðal­steinn Kjart­ans­son aðstoðarrit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur sett glæsi­lega eign á Lang­holts­vegi á sölu. 

Aðal­steinn Kjart­ans­son aðstoðarrit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur sett glæsi­lega eign á Lang­holts­vegi á sölu. 

Um ræðir 168,5 fer­metra hæð og ris ásamt bíl­skúr í tví­býli við Lang­holts­veg. Húsið er byggt 1957 og stend­ur í grónu og fal­legu um­hverfi á vin­sæl­um stað í Reykja­vík. Garður­inn eru rúm­ir 620 fer­metr­ar.

Á aðalhæðinni er eld­hús með fal­legri hvítri inn­rétt­ingu og góðu vinnuplássi. Inn­byggður ís­skáp­ur, fryst­ir og uppþvotta­vél fylgja. Á hæðinni er einnig borðstofa og setu­stofa, sem eru sér­lega bjart­ar, og tvö her­bergi. Inn af barna­her­bergi er þvotta­hús.

Í risi eru tvö her­bergi und­ir súð og skemmti­legt al­rými á milli þeirra, sem hægt er að nota sem leik- eða sjón­varps­rými.

Bíl­skúr­inn er 41,1 fer­metri og býður upp á ýmsa mögu­leika. Í hon­um eru góð birtu­skil­yrði og var hann áður nýtt­ur sem íbúð. 

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Lang­holts­veg­ur 146

Fallegt parket er á aðalhæðarinnar nema á eldhúsi og baði …
Fal­legt par­ket er á aðalhæðar­inn­ar nema á eld­húsi og baði sem er flísa­lagt. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
Opið er úr eldhúsi inn í borðstofu.
Opið er úr eld­húsi inn í borðstofu. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
Fallegar hvítar innréttingar og flísalagt eldhús.
Fal­leg­ar hvít­ar inn­rétt­ing­ar og flísa­lagt eld­hús. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
Opið hol er í miðju rýmisins.
Opið hol er í miðju rým­is­ins. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
Fallegar flísar eru á baðherbergi, sem er skemmtilega innréttað.
Fal­leg­ar flís­ar eru á baðher­bergi, sem er skemmti­lega inn­réttað. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
Hjónaherbergi er á aðalhæð.
Hjóna­her­bergi er á aðalhæð. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
Barnaherbergi er á aðalhæð.
Barna­her­bergi er á aðalhæð. Ljós­mynd/​Esja Fast­eigna­sala
mbl.is