Bjartsýn á að „þetta sé allt smella saman“

Alþingi | 4. júlí 2025

Bjartsýn á að „þetta sé allt smella saman“

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis vonar að þinglokasamningar náist á næstu dögum. Þingflokksformenn funda saman í kvöld.

Bjartsýn á að „þetta sé allt smella saman“

Alþingi | 4. júlí 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir ræddi við mbl.is um stöðuna.
Þórunn Sveinbjarnardóttir ræddi við mbl.is um stöðuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti Alþing­is von­ar að þingloka­samn­ing­ar ná­ist á næstu dög­um. Þing­flokks­for­menn funda sam­an í kvöld.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti Alþing­is von­ar að þingloka­samn­ing­ar ná­ist á næstu dög­um. Þing­flokks­for­menn funda sam­an í kvöld.

Þetta seg­ir Þór­unn í sam­tali við mbl.is.

„Í lok dags verður fund­ur þing­flokks­formanna um fram­haldið. En það hef­ur allt gengið sam­kvæmt áætl­un í dag,“ seg­ir Þór­unn.

Allt verið í hnút síðustu daga

Allt hef­ur verið í hnút und­an­farna daga á Alþingi en eft­ir fund þing­flokks­formanna í gær­kvöldi virðist sem rík­is­stjórn og stjórn­ar­andstaða hafi náð ein­hverj­um sam­eig­in­leg­um fleti. 

Veiðigjalda­frum­varpið er ekki á dag­skrá í dag og ekki ligg­ur fyr­ir hvort það mál verði á dag­skrá á morg­un. Um þess­ar mund­ir er fjár­mála­áætl­un til umræðu á þing­inu ann­ars er frek­ar ró­legt á vinnustaðnum.

Spurð hvort hún sé bjart­sýnni í dag en í gær, á að það tak­ist að semja um þinglok á næstu dög­um, seg­ir Þór­unn:

„Ég er nú að upp­lagi bjart­sýn kona en jú, ég er bara nokkuð bjart­sýn um að þetta sé allt smella sam­an hjá okk­ur.“

Starfa í nokkra daga eft­ir að samn­ing­ar nást

Þegar loks tekst að semja um þinglok, hvort sem það verður um helg­ina, eft­ir helg­ina eða seinna þá má gera ráð fyr­ir nokkr­um dög­um í viðbót af þing­störf­um til þess að klára hin ýmsu mál sem samið verður um, seg­ir Þór­unn. Þingið er því ekki að fara í sum­ar­frí al­veg strax.

Ger­irðu ráð fyr­ir því að samn­ing­ar ná­ist í kvöld eða um helg­ina?

„Þetta er ferli og það geng­ur sam­kvæmt áætl­un og ef það ger­ir það áfram á morg­un og eft­ir helgi þá klár­um við þetta,“ seg­ir hún að lok­um.

þar til á fund­in­um í gær­kvöldi hafði ekk­ert þokast frá því upp úr slitnaði um liðna helgi og sam­skipt­in yfir gang­inn milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu helguðust af stæl­um og störu­keppni.

mbl.is