Íhuga kaup á loftvarnakerfum fyrir Úkraínu

Úkraína | 4. júlí 2025

Íhuga kaup á loftvarnakerfum fyrir Úkraínu

Stjórnvöld í Þýskalandi kanna nú möguleikann á að kaupa loftvarnakerfi fyrir Úkraínu frá Bandaríkjunum.

Íhuga kaup á loftvarnakerfum fyrir Úkraínu

Úkraína | 4. júlí 2025

Friedrich Merz kanslari Þýskalands.
Friedrich Merz kanslari Þýskalands. AFP

Stjórn­völd í Þýskalandi kanna nú mögu­leik­ann á að kaupa loft­varna­kerfi fyr­ir Úkraínu frá Banda­ríkj­un­um.

Stjórn­völd í Þýskalandi kanna nú mögu­leik­ann á að kaupa loft­varna­kerfi fyr­ir Úkraínu frá Banda­ríkj­un­um.

Stef­an Kornelius talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar staðfesti við frétta­stofu AFP að frek­ari umræður muni eiga sér stað, spurður hvort rík­is­stjórn­in hefði verið í sam­bandi við stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um um kaup á loft­varna­kerf­um.

Kornelius staðfesti einnig að Friedrich Merz kansl­ari Þýska­lands hefði rætt málið í sím­tali við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í gær.

mbl.is