Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja

Kardashian | 4. júlí 2025

Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja

Maður hefur kært Kim Kardashian fyrir að birta mynd af sér á samfélagsmiðlum. Kardashian sem síðustu daga hefur verið í Feneyjum í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauru Sánchez hefur því þurft að vinna að málsvörn innan um hátíðarhöldin.

Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja

Kardashian | 4. júlí 2025

Kardashian hefur síðustu daga hefur verið í Feneyjum í brúðkaupi …
Kardashian hefur síðustu daga hefur verið í Feneyjum í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauru Sanches. AFP/ANDREA PATTARO

Maður hef­ur kært Kim Kar­dashi­an fyr­ir að birta mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum. Kar­dashi­an sem síðustu daga hef­ur verið í Fen­eyj­um í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauru Sánchez hef­ur því þurft að vinna að málsvörn inn­an um hátíðar­höld­in.

Maður hef­ur kært Kim Kar­dashi­an fyr­ir að birta mynd af sér á sam­fé­lags­miðlum. Kar­dashi­an sem síðustu daga hef­ur verið í Fen­eyj­um í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauru Sánchez hef­ur því þurft að vinna að málsvörn inn­an um hátíðar­höld­in.

Sam­kvæmt heim­ild­um Us Weekly fékk raun­veru­leika­stjarn­an og lög­fræðing­ur­inn dóms­skjöl send til sín til Fen­eyja sem hún svo skrifaði und­ir.

Frá því í fyrra hef­ur Kim notað sam­fé­lags­miðla til að vekja at­hygli á og reyna að hjálpa manni frá Texas að nafni Ivan Cantu sem var sak­felld­ur fyr­ir morð árið 2001 og dæmd­ur til dauða. Kim seg­ist hafa vakið at­hygli á mál­inu til að reyna að fresta af­töku hans.

Mynd­birt­ing olli áfall­a­streiturösk­un

Þegar af­töku­dag­ur Cantu nálgaðist birti Kim færsl­ur tengd­ar mál­inu á In­sta­gram-reikn­ing sín­um. Ein mynd­anna sem var birt var af al­nafna Ivan Cantu, New York búa alls ótengd­um mál­inu. Kim og teymi henn­ar gerðu sér grein fyr­ir mis­tök­un­um og tóku mynd­ina niður.

Í mál­sókn sinni held­ur Ivan Cantu, sá sem höfðar mál gegn Kim, því fram að hann hafi orðið fyr­ir til­finn­inga­legu áfalli vegna færsl­unn­ar. Þá held­ur hann því fram að at­vikið hafi valdið hon­um svefn­leysi og áfall­a­streiturösk­un.

Þá seg­ir lögmaður Kim mál­sókn­ina vera „til­raun til að hagn­ast á mis­tök­um sem áttu sér stað í tengsl­um við, og sem bein af­leiðing af, því að Kim nýtti sér stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt sinn til tján­ing­ar­frels­is.“

Cantu frá Texas hef­ur verið tek­inn af lífi í fang­elsi.

US Weekly

mbl.is