Ná samkomulagi um að efla loftvarnir Úkraínu

Úkraína | 4. júlí 2025

Ná samkomulagi um að efla loftvarnir Úkraínu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í dag að hann hefði náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um að efla loftvarnir Úkraínu, en stjórnvöld í Kænugarði hafa haft vaxandi áhyggjur af því að Bandaríkjamenn kunni að draga úr hernaðaraðstoð sinni.

Ná samkomulagi um að efla loftvarnir Úkraínu

Úkraína | 4. júlí 2025

Selenskí og Trump ræddust við í síma í dag.
Selenskí og Trump ræddust við í síma í dag. AFP/Úkraínska utanríkisráðuneytið

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti greindi frá því í dag að hann hefði náð sam­komu­lagi við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að efla loft­varn­ir Úkraínu, en stjórn­völd í Kænug­arði hafa haft vax­andi áhyggj­ur af því að Banda­ríkja­menn kunni að draga úr hernaðaraðstoð sinni.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti greindi frá því í dag að hann hefði náð sam­komu­lagi við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að efla loft­varn­ir Úkraínu, en stjórn­völd í Kænug­arði hafa haft vax­andi áhyggj­ur af því að Banda­ríkja­menn kunni að draga úr hernaðaraðstoð sinni.

„Við rædd­um mögu­leika í loft­vörn­um og urðum sam­mála um að vinna sam­an að því að styrkja varn­ir Úkraínu,“ sagði Selenskí í færslu á sam­fé­lags­miðlum eft­ir sím­tal við Trump fyrr í dag.

Greint var frá því fyrr í vik­unni að mik­il­væg vopna­send­ing til Úkraínu sem stjórn Joe Biden, hafði lofað Kænug­arði, hefði verið stöðvuð. Kölluðu þá úkraínsk stjórn­völd eft­ir fundi til að sann­færa stjórn Trump um að skera ekki niður stuðning við Úkraínu.

Tel­ur Pútín ekki vilja stöðva stríðið

Trump ræddi við blaðamenn í morg­un eft­ir að hafa átt sím­tal við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og sagði að hann teldi koll­ega sinn ekki vilja binda endi á inn­rás­ar­stríðið í Úkraínu. Sím­talið hefði ekki þokað mál­um neitt í þá átt­ina.

Rúss­ar hafa neitað að samþykkja vopna­hlé sem Banda­ríkja­menn hafa lagt til en stjórn­völd í Úkraínu og vest­ræn­ir banda­menn þeirra hafa sakað Pútín um að draga ferlið á lang­inn á meðan þeir hafa áfram sókn sinni í Úkraínu.

mbl.is