Kaldar kveðjur til íbúa í Kraganum

Alþingi | 5. júlí 2025

Kaldar kveðjur til íbúa í Kraganum

Nýtt frumvarp um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga felur í sér kaldar kveðjur til íbúa í Suðvesturkjördæmi, að mati fjögurra bæjarstjóra í kjördæminu.

Kaldar kveðjur til íbúa í Kraganum

Alþingi | 5. júlí 2025

Alm­ar Guðmunds­son bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Valdi­mar Víðis­son …
Alm­ar Guðmunds­son bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Valdi­mar Víðis­son bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar og Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar. Samsett mynd/mbl.is/Arnþór/Karítas/Sigurður Bogi

Nýtt frum­varp um breyt­ing­ar á Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga fel­ur í sér kald­ar kveðjur til íbúa í Suðvest­ur­kjör­dæmi, að mati fjög­urra bæj­ar­stjóra í kjör­dæm­inu.

Nýtt frum­varp um breyt­ing­ar á Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga fel­ur í sér kald­ar kveðjur til íbúa í Suðvest­ur­kjör­dæmi, að mati fjög­urra bæj­ar­stjóra í kjör­dæm­inu.

Sam­an­lögð áhrif nei­kvæð um 1,5 millj­arða

Þau Alm­ar Guðmunds­son bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Valdi­mar Víðis­son bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar og Þór Sig­ur­geirs­son bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­nes­bæj­ar segja í aðsendri grein í blaðinu að þegar áhrif frum­varps­ins á ein­stök sveit­ar­fé­lög séu skoðuð komi í ljós að sam­an­lögð áhrif breyt­ing­anna í frum­varp­inu séu nei­kvæð um 1,5 millj­arða króna fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in í Krag­an­um.

Kem­ur fram í grein þeirra að frum­varpið refsi þeim sveit­ar­fé­lög­um sem ekki hafi út­svar sitt í há­marki, þar sem greiðslur til þeirra séu skert­ar. Þá sé einnig um að ræða skerðingu á al­mennu jöfn­un­ar­kerfi sjóðsins. Skora sveit­ar­stjór­arn­ir á þing­menn kjör­dæm­is­ins að greiða at­kvæði gegn frum­varp­inu.

Nán­ar má lesa um málið á bls. 21 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is