Sjö frumvörp urðu að lögum

Alþingi | 5. júlí 2025

Sjö frumvörp urðu að lögum

Fundahöldum þingflokksformanna verður framhaldið í dag en ekki hefur enn verið samið um þinglok.

Sjö frumvörp urðu að lögum

Alþingi | 5. júlí 2025

Ekki hefur enn verið samið um þinglok.
Ekki hefur enn verið samið um þinglok. mbl.is/Eyþór

Funda­höld­um þing­flokks­formanna verður fram­haldið í dag en ekki hef­ur enn verið samið um þinglok.

Funda­höld­um þing­flokks­formanna verður fram­haldið í dag en ekki hef­ur enn verið samið um þinglok.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hún vonaðist til að þingloka­samn­ing­ar myndu nást á næstu dög­um.

Veiðigjöld ekki á dag­skrá

Und­an­farna daga hef­ur allt verið í hnút á Alþingi en svo virðist sem rík­is­stjórn og stjórn­ar­andstaða hafi, eft­ir fund þing­flokks­formanna á fimmtu­dags­kvöld, fundið ein­hvern sam­eig­in­leg­an flöt.

Um­deilt frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um veiðigjöld er ekki á dag­skrá þings­ins í dag en Stjórn­ar­liðar hafa sagst ekki vilja slíta þingi fyrr en búið er að greiða at­kvæði um frum­varpið. Á móti hef­ur stjórn­ar­andstaðan bar­ist á móti með málþófi.

Fjár­mála­stefna samþykkt

Þing­fund­ur hófst klukk­an 10 í morg­un þar sem sjö frum­vörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi.

  • Breyt­ing á raf­orku­lög­um sem snýr að raf­orku­ör­yggi var samþykkt með 42 at­kvæðum.
  • Breyt­ing á lög­um um sviðslist­ir sem snýr að óper­unni var samþykkt með 34 at­kvæðum gegn 6 en 3 greiddu ekki at­kvæði.
  • Breyt­ing á varn­ar­mála­lög­um sem snýr að netör­ygg­is­sveit var samþykkt með 31 at­kvæði en 12 greiddu ekki at­kvæði.
  • Breyt­ing á lög­um um rétt­inda­gæslu fyr­ir fatlað fólk sem snýr að laga­tækni­lega leiðrétt­ingu var samþykkt með 43 at­kvæðum.
  • Breyt­ing á lög­um um op­in­ber fjár­mál sem snýr m.a. að svo­kallaðri stöðug­leika­reglu var samþykkt með 30 at­kvæðum gegn 10 en 2 greiddu ekki at­kvæði.
  • Breyt­ing á ýms­um lög­um um skatta, tolla og gjöld, sem snýr m.a. að aðgerðum gegn pen­ingaþvætti og viður­lög­um var samþykkt með 30 at­kvæðum en 13 greiddu ekki at­kvæði.
  • Frum­varp til fjár­auka­laga II fyr­ir árið 2025 sem snýr að breyttri skip­an Stjórn­ar­ráðsins var samþykkt með 30 at­kvæðum en 12 greiddu ekki at­kvæði.
  • Frum­varp til fjár­auka­laga III var samþykkt með 30 at­kvæðum en 13 greiddu ekki at­kvæði.

Þá var fjár­mála­stefna til næstu fimm ára samþykkt sem álykt­un Alþing­is til rík­is­stjórn­ar.

Þing­fundi var frestað um há­deg­is­bil en fram­haldið klukk­an hálfþrjú.

mbl.is