Úthlutun til strandveiða komi á óvart

Alþingi | 5. júlí 2025

Úthlutun til strandveiða komi á óvart

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir aukna úthlutun til strandveiðiheimilda koma á óvart.

Úthlutun til strandveiða komi á óvart

Alþingi | 5. júlí 2025

Eitt þúsund tonnum hefur verið bætt við strandveiðiheimildirnar.
Eitt þúsund tonnum hefur verið bætt við strandveiðiheimildirnar. mbl.is/Alfons

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir aukna út­hlut­un til strand­veiðiheim­ilda koma á óvart.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir aukna út­hlut­un til strand­veiðiheim­ilda koma á óvart.

At­vinnu­vegaráðuneytið til­kynnti í gær að 1.000 tonn­um hefði verið bætt við strand­veiðiheim­ild­ir en það þýðir að nú eru rétt rúm 2.000 tonn eft­ir í pott­in­um.

Í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins kom fram að svig­rúm til auk­inna afla­heim­ilda hefði skap­ast í gegn­um viðskipti Fiski­stofu á skipti­markaði á ís­lenskri sum­argots­s­íld.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Ljós­mynd/​Aðsend

Ríkið í raun ennþá í skuld

„Staðan er núna með þeim hætti að það eru enn sem komið er ekki til næg­ar heim­ild­ir til þess­ar­ar auknu strand­veiði. Kvóti á þorski sem ríkið hef­ur fengið á til­boðsmarkaði dug­ar ein­fald­lega ekki til að fylla upp í þetta skarð.

Ríkið er því í raun­inni ennþá í skuld miðað við það sem þegar hef­ur verið út­hlutað sér­tækt sam­kvæmt reglu­gerðinni,“ seg­ir Heiðrún Lind í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Aukn­ing­in ekki já­kvæð

Spurð hvort aukn­ing­in sé já­kvæð fyr­ir strand­veiðigeir­ann seg­ir Heiðrún að svo sé ekki. „Þegar afla­heim­ild­ir eru ekki til þá er óá­byrgt að halda áfram að út­hluta heim­ild­um. Það verður fróðlegt að heyra hvaðan þess­ar heim­ild­ir eru tekn­ar þegar fyr­ir ligg­ur að þær eru ekki til sam­kvæmt þeim heim­ild­um sem ráðherra hef­ur,“ seg­ir Heiðrún Lind.

Fagna viðbót­inni

Strand­veiðisjó­menn og smá­báta­eig­end­ur fagna viðbót­inni við strand­veiðiheim­ild­ir og hrós­ar Kjart­an Páll Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands, at­vinnu­vegaráðherra fyr­ir að standa í lapp­irn­ar gegn stjórn­ar­and­stöðunni.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir að 1.000 tonn geti haft mikið að segja. Seg­ist hann treysta því að mönn­um verði tryggðir 48 dag­ar og ráðuneytið muni vafa­laust finna út úr því hvernig best sé að standa að fyr­ir­komu­lag­inu.

Nán­ar má lesa um málið á bls. 6 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

mbl.is