Slysavarnaskólinn varð 40 ára í ár

Öryggi sjófarenda | 6. júlí 2025

Slysavarnaskólinn varð 40 ára í ár

Mikið vatn er runnið til sjávar síðan fyrsta slysavarnanámskeið fyrir sjómenn var haldið í Grindavík fyrir sléttum fjörutíu árum árið 1985. Bogi Þorsteinsson skólastjóri Slysavarnaskólans, sem er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að skólinn hafi verið stofnaður fyrst og fremst til þess að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn, líka til að koma böndum á tíð slys innan sjómannastéttarinnar.

Slysavarnaskólinn varð 40 ára í ár

Öryggi sjófarenda | 6. júlí 2025

Sæbjörg númer tvö hefur þjónað Slysavarnaskóla sjómanna síðan 1998, en …
Sæbjörg númer tvö hefur þjónað Slysavarnaskóla sjómanna síðan 1998, en hún varð 50 ára gömul í fyrra og kominn tími að skólinn fái nýrra skip undir starfsemina. Morgunblaðið/sisi

Mikið vatn er runnið til sjáv­ar síðan fyrsta slysa­varna­nám­skeið fyr­ir sjó­menn var haldið í Grinda­vík fyr­ir slétt­um fjöru­tíu árum árið 1985. Bogi Þor­steins­son skóla­stjóri Slysa­varna­skól­ans, sem er í eigu Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, seg­ir að skól­inn hafi verið stofnaður fyrst og fremst til þess að sinna ör­ygg­is­fræðslu fyr­ir sjó­menn, líka til að koma bönd­um á tíð slys inn­an sjó­manna­stétt­ar­inn­ar.

Mikið vatn er runnið til sjáv­ar síðan fyrsta slysa­varna­nám­skeið fyr­ir sjó­menn var haldið í Grinda­vík fyr­ir slétt­um fjöru­tíu árum árið 1985. Bogi Þor­steins­son skóla­stjóri Slysa­varna­skól­ans, sem er í eigu Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, seg­ir að skól­inn hafi verið stofnaður fyrst og fremst til þess að sinna ör­ygg­is­fræðslu fyr­ir sjó­menn, líka til að koma bönd­um á tíð slys inn­an sjó­manna­stétt­ar­inn­ar.

„Það eru kom­in 40 ár síðan fyrsta slysa­varna­nám­skeiðið var haldið fyr­ir sjó­menn í Grinda­vík. Menn höfðu komið sam­an nokkr­um vik­um áður en það var haldið til þess að ræða um mik­il­vægi þess að setja á lagg­irn­ar sér­stak­an slysa­varna­skóla ein­göngu fyr­ir sjó­menn,“ seg­ir Bogi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nemdur fá reynslu af því að fara í sjóinn í …
Nemd­ur fá reynslu af því að fara í sjó­inn í björg­un­ar­bún­ing­um sem og kennslu í að hífa hver ann­an um borð í björg­un­ar­bát. Þeir læra einnig hvernig bera á sig að skyldi björg­un­ar­bát­ur­inn blás­ast upp á hvolfi eins og t.d. í af­taka­veðri. Ljós­mynd/​Slysa­varna­skóli sjó­manna

Sporna við bana­slys­um á sjó

Hann seg­ir aðspurður að helsta ástæðan fyr­ir stofn­un slysa­varna­skóla ætlaðs sjó­mönn­um hafi verið tíð bana­slys inn­an stétt­ar­inn­ar.

„Megin­á­stæðan fyr­ir stofn­un skól­ans var öll bana­slys­in sem höfðu átt sér stað meðal sjó­manna. Með því efla slysa­varna- og ör­ygg­is­fræðslu þeirra var von­ast til að það myndi fækka slys­um á sjó, þá aðallega bana­slys­um,“ seg­ir Bogi.

Hann seg­ir starf­semi skól­ans hafa þró­ast mikið frá því að fyrsta nám­skeiðið var haldið og fer nú skóla­haldið fram í slysa­varna­skip­inu Sæ­björg sem ligg­ur í Bót­ar­bryggju í vest­ur­höfn í Reykja­vík. Skól­inn hef­ur nú á dög­um fjóra fa­stráðna kenn­ara; þrjá sem sinna skrif­stofu­haldi og aðstoð við kennslu og tvo í hluta­starfi.

„Skól­inn hef­ur verið staðsett­ur í Sæ­björg núm­er tvö, sem er gamla Akra­borg­in, sem við feng­um eft­ir að Hval­fjarðargöng­in voru tek­in í notk­un árið 1998. Þar áður hafði skól­inn verið í Sæ­björg 1, gamla varðskip­inu Þór, fljót­lega eft­ir að skól­inn var stofnaður um 1986. Það skip sigldi á sín­um tíma hring­inn í kring­um landið og hélt ör­ygg­is­fræðslu fyr­ir sjó­menn,“ seg­ir Bogi.

Hann seg­ir að fyrstu árin hafi 300-500 nem­end­ur sótt skól­ann en síðan Sæ­björg 2 var tek­in í notk­un hafa 2.000-2.500 nem­end­ur sótt skól­ann ár­lega. „Það var ákveðin bylt­ing að fá gömlu Akra­borg­ina árið 1998, mun stærra skip og við gát­um því tekið á móti mun fleiri nem­end­um í einu. Síðastliðin tíu ár hef­ur nem­enda­fjöld­inn hald­ist stöðugur í 2.500 manns ári, sem seg­ir að skól­inn sé vel sótt­ur,“ seg­ir Bogi.

Marg­ir koma fyr­ir fyrsta túr­inn

Til­von­andi nem­end­ur eiga að sögn Boga von á því læra helstu und­ir­stöðuatriðin í slysa­vörn­um á sjó, enda er skylda að klára nám­skeiðið ef þeir vilja gera sjó­mennsku að at­vinnu.

Mörg stærri skip hafa svokallaða lífbjörgunarbáta. Það skiptir miklu máli …
Mörg stærri skip hafa svo­kallaða líf­björg­un­ar­báta. Það skipt­ir miklu máli að nem­end­ur kunni réttu hand­tök­in við að koma mönn­um um borð og sjó­setja þá. Ljós­mynd/​Slysa­varna­skóli sjó­manna

„Regl­urn­ar eru þannig að það má vera 180 daga á sjó án þess að mæta í skól­ann, en okk­ar reynsla er sú að mjög marg­ir koma til okk­ar annaðhvort fyr­ir eða eft­ir fyrsta túr­inn. Þegar nem­end­ur koma fyrst í skól­ann þurfa þeir að klára fimm daga grunn­nám­skeið, svo þarf að koma í end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið á fimm ára fresti, sem stend­ur í tvo daga. Það er farið í fjög­ur atriði á grunn­nám­skeiðinu: sjó­björg­un, eld­varn­ir, vinnu­ör­yggi og skyndi­hjálp,“ út­skýr­ir Bogi. Hann seg­ir að þeir nem­end­ur sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjó­mennsku fái ekki bara kennslu í slysa­vörn­um held­ur fræðist þeir einnig um sjó­manns­starfið.

„Við fræðum nem­end­ur líka al­mennt um sjó­mennsku. Til dæm­is mis­mun­andi teg­und­ir fiski­skipa, kaup­skipa og farþega­skipa o.s.frv. Við erum bjóðum einnig sér­nám­skeið fyr­ir skip­stjórn­ar­menn í alþjóðasigl­ing­um og líka fyr­ir minni skip und­ir 15 metr­um að lengd,“ út­skýr­ir Bogi.

Skól­inn á og rek­ur slökkviæf­inga­svæðið í Hafnar­f­irði í sam­starfi við Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins að sögn Boga. Þar er að finna sér­staka æf­inga­bygg­ingu sem kall­ast Elja og er hún bæði hús og skip. Bogi seg­ir hús­næðið verða tekið form­lega í notk­un í júní.

„Einnig fer stór hluti kennslu okk­ar fram í fjar­námi. Ann­ars veg­ar er um að ræða net­nám, sem nem­end­ur vinna sjálf­ir, og hins veg­ar fjar­fundi þar sem nem­end­ur koma sam­an í raun­tíma. Við hóf­um þessa þróun í kjöl­far covid og höf­um haldið áfram að þróa hana síðan. Við not­um einnig sigl­inga­herma við kennslu í meðferð líf- og létt­báta. Þar æfa nem­end­ur sig í sýnd­ar­veru­leika við aðstæður sem oft er erfitt að skapa í raun­veru­leik­an­um,“ seg­ir Bogi.

Hérna sjást nemendur fá kennslu í reykköfun, sem svipar til …
Hérna sjást nem­end­ur fá kennslu í reykköf­un, sem svip­ar til þess ef eld­ur skyldi kvikna um borð í skipi. Það er mik­il­vægt að sjó­menn kunni réttu hand­tök­in. Ljós­mynd/​Slysa­varna­skóli sjó­manna

Sæ­björg­in orðin göm­ul

Aðspurður seg­ir hann að ekki standi til að halda sér­stak­lega upp á 40 ára af­mæli skól­ans, en ýmis stefnu­mót­un­ar­vinna sé hins veg­ar fram und­an.

„Þar sem skól­inn er í eigu Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar mun­um við á þessu af­mælis­ári fara í stefnu­mót­un. Það er spenn­andi verk­efni, þar sem við starfs­fólkið tök­um þyrlu­sýn á starf­sem­ina og kennsl­una. Þ.e. hvar erum við, hvaðan kom­um við og hvert vilj­um við stefna,“ seg­ir Bogi.

Bogi Þorsteinsson
Bogi Þor­steins­son


Í því sam­bandi bend­ir hann á að nú­ver­andi skip sé búið að standa fyr­ir sínu enda orðið 50 ára gam­alt. „Það sem verður mikið horft til í þessu sam­hengi er hvað Sæ­björg­in er orðin göm­ul en hún varð 50 ára í fyrra. Hún er orðin það göm­ul að það borg­ar sig alls ekki að sigla henni. Þrátt fyr­ir það er mjög gott að nota skipið sem skóla fyr­ir sjó­menn. Við erum með allt til alls hérna í skip­inu. En við ætl­um að skoða mögu­leik­ann á að færa okk­ur eitt­hvað annað, hvert sem það verður,“ seg­ir Bogi. 

Hann seg­ir aðspurður ekki leika neinn vafa á því að slysa- og ör­ygg­is­fræðsla sjó­manna sé einn af lyk­ilþátt­um þess að al­var­leg­um slys­um á sjó hef­ur fækkað um­tals­vert frá því sem áður var.

„Án efa hef­ur slysa­varna­fræðsla sjó­manna átt þar stór­an þátt, en það eru auðvitað fleiri þætt­ir sem spila þar inn í.

Nú á dög­um eru t.d. mun betri veður­spár og aukið eft­ir­lit hjá vakt­stöð sigl­inga hjá Land­helg­is­gæsl­unni, sem flýt­ir fyr­ir björg­un og þ.a.l. skaðam­innk­un. Það má samt halda því fram að það starf sem er í slysa­varna­skóla sjó­manna hafi einnig haft heil­mikið að segja um að slys­um á sjó hef­ur fækkað mikið,“ seg­ir Bogi.

Bogi rifjar upp frá því hann var sjálf­ur á sjó þegar fyrsta bana­slysa­lausa árið var 2008. Hann minn­ist þess hvað hon­um þótti skrítið að eng­inn sjó­maður skyldi far­ast það ár.

„Það rifjast upp hvað mér þótti það und­ar­legt að ekk­ert bana­slys varð á því ári, þar sem ég, pabbi minn og afi sem og all­ir bræður mömmu hafa stundað sjó­inn. Þess vegna rak ég upp stór augu þegar það var til­kynnt að ekk­ert bana­slys hefði orðið árið 2008 þar sem maður þekkti nán­ast ekk­ert annað en að ein­hver hefði látið lífið á sjó í gegn­um tíðina,“ seg­ir Bogi að lok­um.

Frétt­in birt­ist upp­haf­lega 1. júní í Sjó­mannadags­blaði 200 mílna.

mbl.is