Bandaríski leikarinn og stofnandi heilunarmiðstöðvarinnar Quantum 360 Aaron Phypers hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, leikkonunni og OnlyFans-stjörnunni Denise Richards eftir sex ára hjónaband.
Bandaríski leikarinn og stofnandi heilunarmiðstöðvarinnar Quantum 360 Aaron Phypers hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, leikkonunni og OnlyFans-stjörnunni Denise Richards eftir sex ára hjónaband.
Bandaríski leikarinn og stofnandi heilunarmiðstöðvarinnar Quantum 360 Aaron Phypers hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, leikkonunni og OnlyFans-stjörnunni Denise Richards eftir sex ára hjónaband.
Ástæða skilnaðarins er óásættanlegur ágreiningur.
Samkvæmt skilnaðarskjölum sem tímaritið People hefur undir höndum fer Phypers fram á framfærslupeninga frá Richards.
Phypers og Richards kynntust árið 2017 þegar leikkonan fór í heilandi meðferð á heilunarmiðstöðinni. Þau trúlofuðu sig eftir nokkra mánaða samband og gengu í hjónaband þann 8. september 2018.
Phypers var áður kvæntur leikkonunni Nicolette Sheridan sem margir kannast við úr bandarísku þáttaröðinni Desperate Housewives. Richards var gift leikaranum Charlie Sheen á árunum 2002 til 2006 og á með honum tvær uppkomnar dætur. Leikkonan á einnig dóttur á táningsaldri sem hún ættleiddi árið 2011.