Denise Richards að skilja í annað sinn

Poppkúltúr | 8. júlí 2025

Denise Richards að skilja í annað sinn

Bandaríski leikarinn og stofnandi heilunarmiðstöðvarinnar Quantum 360 Aaron Phypers hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, leikkonunni og OnlyFans-stjörnunni Denise Richards eftir sex ára hjónaband.

Denise Richards að skilja í annað sinn

Poppkúltúr | 8. júlí 2025

Aaron Phypers og Denise Richards.
Aaron Phypers og Denise Richards. Skjáskot/Instagram

Banda­ríski leik­ar­inn og stofn­andi heil­un­ar­miðstöðvar­inn­ar Quant­um 360 Aaron Phy­pers hef­ur sótt um skilnað frá eig­in­konu sinni, leik­kon­unni og On­lyF­ans-stjörn­unni Denise Rich­ards eft­ir sex ára hjóna­band.

Banda­ríski leik­ar­inn og stofn­andi heil­un­ar­miðstöðvar­inn­ar Quant­um 360 Aaron Phy­pers hef­ur sótt um skilnað frá eig­in­konu sinni, leik­kon­unni og On­lyF­ans-stjörn­unni Denise Rich­ards eft­ir sex ára hjóna­band.

Ástæða skilnaðar­ins er óá­sætt­an­leg­ur ágrein­ing­ur.

Sam­kvæmt skilnaðarskjöl­um sem tíma­ritið People hef­ur und­ir hönd­um fer Phy­pers fram á fram­færslu­pen­inga frá Rich­ards. 

Phy­pers og Rich­ards kynnt­ust árið 2017 þegar leik­kon­an fór í heilandi meðferð á heil­un­ar­miðstöðinni. Þau trú­lofuðu sig eft­ir nokkra mánaða sam­band og gengu í hjóna­band þann 8. sept­em­ber 2018.

Phy­pers var áður kvænt­ur leik­kon­unni Nicolette Sher­i­dan sem marg­ir kann­ast við úr banda­rísku þáttaröðinni Despera­te Hou­sewi­ves. Rich­ards var gift leik­ar­an­um Charlie Sheen á ár­un­um 2002 til 2006 og á með hon­um tvær upp­komn­ar dæt­ur. Leik­kon­an á einnig dótt­ur á tán­ings­aldri sem hún ætt­leiddi árið 2011. 

mbl.is