Bandaríska leikkonan Rachel Brosnahan, einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Marvelous Mrs. Maisel, ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Superman í Los Angeles á mánudagskvöldið.
Bandaríska leikkonan Rachel Brosnahan, einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Marvelous Mrs. Maisel, ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Superman í Los Angeles á mánudagskvöldið.
Bandaríska leikkonan Rachel Brosnahan, einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Marvelous Mrs. Maisel, ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Superman í Los Angeles á mánudagskvöldið.
Brosnahan var stórglæsileg til fara, klædd glansandi fjólubláum síðkjól, sem var opinn í bakið, og með hárið tekið aftur í hátt tagl.
Leikkonan er vel þekkt fyrir fágaðan fatastíl og ratar reglulega inn á hina svokölluðu „best klæddu“-lista tískutímaritanna.
Brosnahan stillti sér upp á rauða dreglinum ásamt mótleikurum sínum, David Corenswet sem fer með hlutverk ofurhetjunnar sívinsælu og Nicholas Hoult sem leikur illmennið Lex Luthor.
Brosnahan fer með hlutverk Lois Lane og fetar þar með í fótspor þekktra leikkvenna á borð við Noel Neill, Margot Kidder, Amy Adams og Teri Hatcher.
Superman mætir í kvikmyndahús þann 10. júlí næstkomandi.