„Mrs. Maisel“ geislaði á rauða dreglinum

Poppkúltúr | 8. júlí 2025

„Mrs. Maisel“ geislaði á rauða dreglinum

Bandaríska leikkonan Rachel Brosnahan, einna þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni The Marvelous Mrs. Maisel, ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Superman í Los Angeles á mánudagskvöldið.

„Mrs. Maisel“ geislaði á rauða dreglinum

Poppkúltúr | 8. júlí 2025

Leikkonan vakti mikla athygli á rauða dreglinum.
Leikkonan vakti mikla athygli á rauða dreglinum. AFP/Maya Dehlin Spach

Banda­ríska leik­kon­an Rachel Brosna­h­an, einna þekkt­ust fyr­ir leik sinn í gam­anþáttaröðinni The Mar­velous Mrs. Maisel, ljómaði á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Superm­an í Los Ang­eles á mánu­dags­kvöldið.

Banda­ríska leik­kon­an Rachel Brosna­h­an, einna þekkt­ust fyr­ir leik sinn í gam­anþáttaröðinni The Mar­velous Mrs. Maisel, ljómaði á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Superm­an í Los Ang­eles á mánu­dags­kvöldið.

Brosna­h­an var stór­glæsi­leg til fara, klædd glans­andi fjólu­blá­um síðkjól, sem var op­inn í bakið, og með hárið tekið aft­ur í hátt tagl. 

Leik­kon­an er vel þekkt fyr­ir fágaðan fata­stíl og rat­ar reglu­lega inn á hina svo­kölluðu „best klæddu“-list­a tísku­tíma­rit­anna.

Brosna­h­an stillti sér upp á rauða dregl­in­um ásamt mót­leik­ur­um sín­um, Dav­id Cor­enswet sem fer með hlut­verk of­ur­hetj­unn­ar sí­vin­sælu og Nicholas Hoult sem leik­ur ill­mennið Lex Lut­hor.

Brosna­h­an fer með hlut­verk Lois Lane og fet­ar þar með í fót­spor þekktra leik­kvenna á borð við Noel Neill, Margot Kidder, Amy Adams og Teri Hatcher.

Superm­an mæt­ir í kvik­mynda­hús þann 10. júlí næst­kom­andi.

Rachel Brosnahan mætti ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Jason Ralph.
Rachel Brosna­h­an mætti ásamt eig­in­manni sín­um, leik­ar­an­um Ja­son Ralph. Ljós­mynd/​AFP
Nicholas Hoult, Rachel Brosnahan og David Corenswet.
Nicholas Hoult, Rachel Brosna­h­an og Dav­id Cor­enswet. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is