Segir óljóst hvort að samþjöppun muni aukast

Alþingi | 8. júlí 2025

Segir óljóst hvort að samþjöppun muni aukast

Þingmaður Viðreisnar og 1. varaformaður atvinnuveganefndar segir lítið nýtt koma fram í yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um veiðigjaldafrumvarpið. Hann segir að það verði að koma í ljós hvort að frumvarpið muni valda frekari samþjöppun í sjávarútvegi.

Segir óljóst hvort að samþjöppun muni aukast

Alþingi | 8. júlí 2025

Eiríkur Björn ræddi við mbl.is um yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Eiríkur Björn ræddi við mbl.is um yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmaður Viðreisn­ar og 1. vara­formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar seg­ir lítið nýtt koma fram í yf­ir­lýs­ingu Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga um veiðigjalda­frum­varpið. Hann seg­ir að það verði að koma í ljós hvort að frum­varpið muni valda frek­ari samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi.

Þingmaður Viðreisn­ar og 1. vara­formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar seg­ir lítið nýtt koma fram í yf­ir­lýs­ingu Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga um veiðigjalda­frum­varpið. Hann seg­ir að það verði að koma í ljós hvort að frum­varpið muni valda frek­ari samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi.

Sam­tök­in gáfu frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem hvatt var til þess að áhrif frum­varps­ins yrðu met­in ít­ar­lega, þar með talið áhrif á út­svar­s­tekj­ur, hafn­ir, stoðgrein­ar og ný­sköp­un. Einnig var varað við frek­ari samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi og lok­un fisk­vinnslu úti á landi ef veiðigjöld­in hækka jafn bratt og stend­ur til í frum­varp­inu.

mbl.is