Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Jonathan Taylor Thomas, sem bræddi hjörtu ungra stúlkna um allan heim á tíunda áratugnum, skaust upp á stjörnuhimininn árið 1991 þegar hann hreppti hlutverk miðjubróðursins, þá aðeins tíu ára gamall, í gamanþáttaröðinni Handlaginn Heimilisfaðir (e. Home Improvement). Þáttaröðin, sem skartaði Tim Allen í aðalhlutverki, sló rækilega í gegn á heimsvísu og alls voru gerðar átta þáttaraðir um Tim Taylor, eiginkonu hans, Jill Taylor, sem var leikin af Patriciu Richardson, og þrjá unga syni þeirra, þá Brad, Randy og Mark.
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Jonathan Taylor Thomas, sem bræddi hjörtu ungra stúlkna um allan heim á tíunda áratugnum, skaust upp á stjörnuhimininn árið 1991 þegar hann hreppti hlutverk miðjubróðursins, þá aðeins tíu ára gamall, í gamanþáttaröðinni Handlaginn Heimilisfaðir (e. Home Improvement). Þáttaröðin, sem skartaði Tim Allen í aðalhlutverki, sló rækilega í gegn á heimsvísu og alls voru gerðar átta þáttaraðir um Tim Taylor, eiginkonu hans, Jill Taylor, sem var leikin af Patriciu Richardson, og þrjá unga syni þeirra, þá Brad, Randy og Mark.
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Jonathan Taylor Thomas, sem bræddi hjörtu ungra stúlkna um allan heim á tíunda áratugnum, skaust upp á stjörnuhimininn árið 1991 þegar hann hreppti hlutverk miðjubróðursins, þá aðeins tíu ára gamall, í gamanþáttaröðinni Handlaginn Heimilisfaðir (e. Home Improvement). Þáttaröðin, sem skartaði Tim Allen í aðalhlutverki, sló rækilega í gegn á heimsvísu og alls voru gerðar átta þáttaraðir um Tim Taylor, eiginkonu hans, Jill Taylor, sem var leikin af Patriciu Richardson, og þrjá unga syni þeirra, þá Brad, Randy og Mark.
Þáttaröðin opnaði margar dyr fyrir Thomas en hann hreppti meðal annars hið eftirsótta hlutverk ljónsungans Simba í Disney-teiknimyndinni Konungi Ljónanna (e. Lion King) sem hefur lengi verið talin ein besta teiknimynd allra tíma.
Thomas, sem fæddist 8. september 1981 í borginni Bethlehem í Pennsylvaníu, byrjaði að leika í blaða- og sjónvarpsauglýsingum sem barn og vakti fljótt athygli sjónvarps- og kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum. Hann var aðeins átta ára gamall þegar hann fékk fyrsta alvöru hlutverk sitt í þáttaröðinni The Bradys sem varð þó ekki langlíf.
Nokkrum mánuðum síðar hreppti hann hlutverk Randy Taylor í Handlögnum Heimilisföður, sem varpaði honum á veg heimsfrægðar og ekki leið á löngu þar til plaköt af Thomas prýddu veggi herbergja flestra, ef ekki allra, meðlima þúsaldarkynslóðarinnar, þá kannski sérstaklega unglingsstúlkna.
Þegar ferill Thomas stóð í hvað mestum blóma kaus hann að draga sig í hlé þar sem hann vildi ólmur sækja sér háskólamenntun. Hann stundaði nám í sagnfræði og heimspeki við Harvard-háskóla í Cambridge í Massachusetts en endaði á að útskrifaðist með gráðu í almennum fræðum frá Columbia-háskóla í New York.
Thomas hefur að mestu haldið sig frá sviðsljósinu síðustu ár. Hann fór með gestahlutverk í gamanþáttaröðinni Last Man Standing og endurnýjaði þar kynnin við „föður“ sinn, leikarann Tim Allen. Thomas lék alls í fjórum þáttum á árunum 2013 til 2015.
Frá árinu 2017 hefur Thomas gegnt stöðu í stjórn Félags leikara vestanhafs (SAG-AFTRA).
Thomas er 43 ára gamall, einhleypur og barnlaus.