Tuttugu látnir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa

Ísrael/Palestína | 9. júlí 2025

Tuttugu látnir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa

Um tuttugu er látnir, þar af sex börn, eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í nótt. 

Tuttugu látnir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa

Ísrael/Palestína | 9. júlí 2025

Sex börn eiga að hafa látist í árás Ísraela í …
Sex börn eiga að hafa látist í árás Ísraela í nótt. AFP

Um tutt­ugu er látn­ir, þar af sex börn, eft­ir loft­árás­ir Ísra­els­hers á Gasa í nótt. 

Um tutt­ugu er látn­ir, þar af sex börn, eft­ir loft­árás­ir Ísra­els­hers á Gasa í nótt. 

Í um­fjöll­un AFP-frétta­veit­unn­ar seg­ir að Ísra­el­ar hafi hæft tjald­búðir flótta­manna í Khan Yun­is á tveim­ur stöðum, en vegna aðgangstak­mark­ana sem eru í gildi fyr­ir fjöl­miðla á Gasa­strönd­inni gat AFP ekki staðfest fjölda lát­inna.

Sof­andi þegar árás­in byrjaði

„Þú get­ur ekki spáð fyr­ir um hvenær eða hvers vegna þeir ráðast á þig. Við höf­um ekk­ert annað eft­ir en að gefa okk­ur Guði á vald,“ sagði Abeer al-Shar­basi, 36 ára íbúi á Gasa, en hún og fjöl­skylda henn­ar voru sof­andi í tjaldi í ná­grenn­inu þegar árás­in varð.

Vopna­hlésviðræður eru nú í gangi á milli Ísra­els og Ham­as-sam­tak­anna, en Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, er nú stadd­ur í Washingt­on þar sem hann hef­ur rætt við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um fram­gang stríðsins. Bundn­ar eru von­ir við það að Ísra­el­ar og Ham­as kom­ist að sam­komu­lagi um vopna­hlé á næstu dög­um.  

mbl.is