Um tuttugu er látnir, þar af sex börn, eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í nótt.
Um tuttugu er látnir, þar af sex börn, eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í nótt.
Um tuttugu er látnir, þar af sex börn, eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í nótt.
Í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar segir að Ísraelar hafi hæft tjaldbúðir flóttamanna í Khan Yunis á tveimur stöðum, en vegna aðgangstakmarkana sem eru í gildi fyrir fjölmiðla á Gasaströndinni gat AFP ekki staðfest fjölda látinna.
„Þú getur ekki spáð fyrir um hvenær eða hvers vegna þeir ráðast á þig. Við höfum ekkert annað eftir en að gefa okkur Guði á vald,“ sagði Abeer al-Sharbasi, 36 ára íbúi á Gasa, en hún og fjölskylda hennar voru sofandi í tjaldi í nágrenninu þegar árásin varð.
Vopnahlésviðræður eru nú í gangi á milli Ísraels og Hamas-samtakanna, en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er nú staddur í Washington þar sem hann hefur rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um framgang stríðsins. Bundnar eru vonir við það að Ísraelar og Hamas komist að samkomulagi um vopnahlé á næstu dögum.