Ben Affleck „brotinn“

Poppkúltúr | 10. júlí 2025

Ben Affleck „brotinn“

„Takk fyrir örin sem þú skildir eftir á hjarta mínu,“ segir Jennifer Lopez í nýju lagi sínu Wreckage of You þar sem hún hnýtir í fyrrverandi eiginmann sinn Ben Affleck.

Ben Affleck „brotinn“

Poppkúltúr | 10. júlí 2025

Jennifer Lopez hnýtir í Ben Affleck, fyrrverandi eiginmann sinn, í …
Jennifer Lopez hnýtir í Ben Affleck, fyrrverandi eiginmann sinn, í nýju lagi. AFP

„Takk fyr­ir örin sem þú skild­ir eft­ir á hjarta mínu,“ seg­ir Jenni­fer Lopez í nýju lagi sínu Wrecka­ge of You þar sem hún hnýt­ir í fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn Ben Aff­leck.

„Takk fyr­ir örin sem þú skild­ir eft­ir á hjarta mínu,“ seg­ir Jenni­fer Lopez í nýju lagi sínu Wrecka­ge of You þar sem hún hnýt­ir í fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn Ben Aff­leck.

Í pí­anóballöðunni seg­ir Lopez einnig: „Ég mun ekki brotna vegna þess hver þú ert og allra þinna brotnu hluta“ og „Sjáðu núna hvernig ég klifra út úr rúst­un­um af þér.”

Lopez frum­flutti lagið á tón­leik­um á Spáni sem voru jafn­framt þeir fyrstu í tón­leika­ferðalagi henn­ar um Evr­ópu. „Þetta er nýtt lag sem mig lang­ar að syngja í fyrsta sinn, það kom til mín þegar ég svaf ekk­ert eina nótt,“ sagði söng­kon­an við aðdá­end­ur sína.

Aff­leck hef­ur áður verið viðfangs­efni tón­list­ar Lopez en síðasta plata henn­ar This Is Me . . . Now, sem kom út í fyrra, fjallaði um end­ur­nýjaða ást þeirra. Tit­ill­inn er vís­un í plöt­una This Is Me . . . Then sem kom út árið 2002 þegar Lopez og Aff­leck fóru fyrst að stinga sam­an nefj­um.

Sam­band Lopez og Aff­leck hef­ur verið storma­samt. Parið byrjaði fyrst sam­an árið 2002 og trú­lofaðist sama ár. Árið 2004 slitu þau sam­band­inu en tóku svo aft­ur sam­an árið 2021 og giftu sig ári seinna. Hjóna­bandið ent­ist ekki lengi en Lopez sótti um skilnað í fyrra.

mbl.is