„Takk fyrir örin sem þú skildir eftir á hjarta mínu,“ segir Jennifer Lopez í nýju lagi sínu Wreckage of You þar sem hún hnýtir í fyrrverandi eiginmann sinn Ben Affleck.
„Takk fyrir örin sem þú skildir eftir á hjarta mínu,“ segir Jennifer Lopez í nýju lagi sínu Wreckage of You þar sem hún hnýtir í fyrrverandi eiginmann sinn Ben Affleck.
„Takk fyrir örin sem þú skildir eftir á hjarta mínu,“ segir Jennifer Lopez í nýju lagi sínu Wreckage of You þar sem hún hnýtir í fyrrverandi eiginmann sinn Ben Affleck.
Í píanóballöðunni segir Lopez einnig: „Ég mun ekki brotna vegna þess hver þú ert og allra þinna brotnu hluta“ og „Sjáðu núna hvernig ég klifra út úr rústunum af þér.”
Lopez frumflutti lagið á tónleikum á Spáni sem voru jafnframt þeir fyrstu í tónleikaferðalagi hennar um Evrópu. „Þetta er nýtt lag sem mig langar að syngja í fyrsta sinn, það kom til mín þegar ég svaf ekkert eina nótt,“ sagði söngkonan við aðdáendur sína.
Affleck hefur áður verið viðfangsefni tónlistar Lopez en síðasta plata hennar This Is Me . . . Now, sem kom út í fyrra, fjallaði um endurnýjaða ást þeirra. Titillinn er vísun í plötuna This Is Me . . . Then sem kom út árið 2002 þegar Lopez og Affleck fóru fyrst að stinga saman nefjum.
Samband Lopez og Affleck hefur verið stormasamt. Parið byrjaði fyrst saman árið 2002 og trúlofaðist sama ár. Árið 2004 slitu þau sambandinu en tóku svo aftur saman árið 2021 og giftu sig ári seinna. Hjónabandið entist ekki lengi en Lopez sótti um skilnað í fyrra.