Bríet fór út að borða með Rúrik

Poppkúltúr | 10. júlí 2025

Bríet fór út að borða með Rúrik

Íslenska tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar hefur lengi verið ein af okkar fremstu söngkonum en á þessu ári ákvað hún að stíga út fyrir þægindarammann og hefja nýjan tónlistarferil á ensku. Markmiðið er að ná athygli utan landsteinanna, sem margir vita að getur verið mikil áskorun.

Bríet fór út að borða með Rúrik

Poppkúltúr | 10. júlí 2025

Bríet Ísis Elfar.
Bríet Ísis Elfar. Skjáskot/Instagram

Íslenska tón­list­ar­kon­an Bríet Ísis Elf­ar hef­ur lengi verið ein af okk­ar fremstu söng­kon­um en á þessu ári ákvað hún að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og hefja nýj­an tón­list­ar­fer­il á ensku. Mark­miðið er að ná at­hygli utan land­stein­anna, sem marg­ir vita að get­ur verið mik­il áskor­un.

Íslenska tón­list­ar­kon­an Bríet Ísis Elf­ar hef­ur lengi verið ein af okk­ar fremstu söng­kon­um en á þessu ári ákvað hún að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og hefja nýj­an tón­list­ar­fer­il á ensku. Mark­miðið er að ná at­hygli utan land­stein­anna, sem marg­ir vita að get­ur verið mik­il áskor­un.

Bríet birti ný­verið mynd­skeið á TikT­ok þar sem hún gef­ur inn­sýn inn í dag­legt líf sitt og tal­ar op­in­skátt um til­finn­ing­ar sín­ar gagn­vart þess­um nýja kafla. Hún viður­kenn­ir að hún upp­lifi bæði ótta og hik við að gefa út lög á ensku þar sem að stund­um líði henni eins og eng­inn hafi áhuga eða taki eft­ir því sem hún er að gera.

Eyðir deg­in­um með Auðuni Blön­dal og Rúrik Gísla

Síðustu helgi hélt Bríet tón­leika þar sem hún flutti nýju ensku lög­in sín, sum þeirra hafa þegar komið út en önn­ur síðar á ár­inu. Að tón­leik­un­um lokn­um fagnaði hún með vin­um sín­um á Ed­iti­on-hót­el­inu, þar sem hún dvaldi. Dag­inn eft­ir skellti hún sér í spa á hót­el­inu, horfði á fót­bolta­leik með fjöl­skyld­unni og naut góðrar máltíðar með vin­um og fjöl­skyldu en meðal þeirra voru skemmtikraft­ur­inn Auðunn Blön­dal og þúsundþjala­smiður­inn Rúrik Gísla­son.

Bríet, ásamt Rúrik og fleir­um, fór síðan í ferðalag um landið þar sem þau nutu ís­lenskr­ar nátt­úru og gengu meðal ann­ars Kerl­ing­ar­fjöll. Þrátt fyr­ir til­finn­inga­leg­ar áskor­an­ir seg­ist hún vera afar þakk­lát og spennt fyr­ir því sem fram und­an er.

Nýtt lag kem­ur út á föstu­dag­inn

Fyrsta lag henn­ar á ensku, Blood on My Lips, kom út í lok maí og næsta lag, Wreck Me, verður gefið út nú á föstu­dag­inn kem­ur. Lagið fjall­ar um að hafa verið særður svo oft að þegar ný mann­eskja kem­ur inn í lífið og býður hjartað sitt, þá set­ur maður upp varn­ar­vegg og ýtir henni frá sér, til að koma í veg fyr­ir enn frek­ari sárs­auka.

Sjá má mynd­skeiðið hér að neðan:

mbl.is