Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, segist vongóður gagnvart mögulegu vopnahléi á Gasa. Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði hann vopnahlésviðræður nær niðurstöðu en þær hefðu verið um nokkurt skeið.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, segist vongóður gagnvart mögulegu vopnahléi á Gasa. Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði hann vopnahlésviðræður nær niðurstöðu en þær hefðu verið um nokkurt skeið.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, segist vongóður gagnvart mögulegu vopnahléi á Gasa. Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði hann vopnahlésviðræður nær niðurstöðu en þær hefðu verið um nokkurt skeið.
Ísrael og Hamas hófu friðarviðræður að nýju í Katar á sunnudaginn, en fyrirkomulag þeirra var þannig að fulltrúar stríðandi fylkinga voru í mismunandi herbergjum í sömu byggingu.
„Við erum vongóðir [...] það lítur út fyrir að skilmálarnir hafi verið samþykktir, en nú þarf augljóslega að ræða það hvernig framkvæma skuli þá skilmála,“ sagði Rubio fyrir utan fund sinn með þjóðum Suðaustur-Asíu sem fram fer í Malasíu um þessar mundir.
Í gærkvöldi náðist samkomulag milli Ísrael og Hamas um lausn tíu ísraelskra gísla, en áskoranir viðræðanna liggja enn fyrir.
„Ég held að við séum mögulega nær en við höfum verið um nokkurt skeið og erum vongóðir, en við sjáum líka að enn liggja fyrir áskoranir.“
Aðspurður gekkst ráðherrann við því að vopnahlésviðræður hefðu áður strandað á þeim ákvæðum sem núverandi viðræður virðast komnar að.
Fyrr í dag lýstu Hamas-samtökin því yfir þau væru mótfallin hvers konar vopnahléssamningi sem fæli í sér mikla viðveru Ísraelshers á Gasa-ströndinni.
Ásamt ágreiningi yfir frjálsu flæði mannúðaraðstoðar til Gasa sé brotthvarf Ísraelshers frá svæðinu meginþrætuepli viðræðanna eins og staðan er.