Rubio segist vongóður um vopnahlé á Gasa

Ísrael/Palestína | 10. júlí 2025

Rubio segist vongóður um vopnahlé á Gasa

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, segist vongóður gagnvart mögulegu vopnahléi á Gasa. Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði hann vopnahlésviðræður nær niðurstöðu en þær hefðu verið um nokkurt skeið.

Rubio segist vongóður um vopnahlé á Gasa

Ísrael/Palestína | 10. júlí 2025

Vopnahlésviðræður milli Ísraels og Hamas standa nú yfir í Katar.
Vopnahlésviðræður milli Ísraels og Hamas standa nú yfir í Katar. AFP/Jack Guez

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Marco Ru­bio, seg­ist vongóður gagn­vart mögu­legu vopna­hléi á Gasa. Á blaðamanna­fundi fyrr í dag sagði hann vopna­hlésviðræður nær niður­stöðu en þær hefðu verið um nokk­urt skeið.

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Marco Ru­bio, seg­ist vongóður gagn­vart mögu­legu vopna­hléi á Gasa. Á blaðamanna­fundi fyrr í dag sagði hann vopna­hlésviðræður nær niður­stöðu en þær hefðu verið um nokk­urt skeið.

Ísra­el og Ham­as hófu friðarviðræður að nýju í Kat­ar á sunnu­dag­inn, en fyr­ir­komu­lag þeirra var þannig að full­trú­ar stríðandi fylk­inga voru í mis­mun­andi her­bergj­um í sömu bygg­ingu.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna. AFP/​Mandel Ngan

Ræða þurfi fram­kvæmd skil­mál­anna

„Við erum vongóðir [...] það lít­ur út fyr­ir að skil­mál­arn­ir hafi verið samþykkt­ir, en nú þarf aug­ljós­lega að ræða það hvernig fram­kvæma skuli þá skil­mála,“ sagði Ru­bio fyr­ir utan fund sinn með þjóðum Suðaust­ur-Asíu sem fram fer í Malas­íu um þess­ar mund­ir.

Í gær­kvöldi náðist sam­komu­lag milli Ísra­el og Ham­as um lausn tíu ísra­elskra gísla, en áskor­an­ir viðræðanna liggja enn fyr­ir.

„Ég held að við séum mögu­lega nær en við höf­um verið um nokk­urt skeið og erum vongóðir, en við sjá­um líka að enn liggja fyr­ir áskor­an­ir.“

Aðspurður gekkst ráðherr­ann við því að vopna­hlésviðræður hefðu áður strandað á þeim ákvæðum sem nú­ver­andi viðræður virðast komn­ar að.

Hamas samþykkti í gær að láta tíu gísla frá Ísrael …
Ham­as samþykkti í gær að láta tíu gísla frá Ísra­el lausa. AFP/​Jack Guez

Mót­fall­in viðveru Ísra­els­hers

Fyrr í dag lýstu Ham­as-sam­tök­in því yfir þau væru mót­fall­in hvers kon­ar vopna­hlés­samn­ingi sem fæli í sér mikla viðveru Ísra­els­hers á Gasa-strönd­inni. 

Ásamt ágrein­ingi yfir frjálsu flæði mannúðaraðstoðar til Gasa sé brott­hvarf Ísra­els­hers frá svæðinu meg­inþrætu­epli viðræðanna eins og staðan er.

mbl.is