Sakar Hildi Sverrisdóttur um valdarán

Alþingi | 10. júlí 2025

Sakar Hildi Sverrisdóttur um valdarán

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, sakaði Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdarán í ræðu á þingi nú rétt í þessu. 

Sakar Hildi Sverrisdóttur um valdarán

Alþingi | 10. júlí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra og þingmaður Flokks fólks­ins, sakaði Hildi Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, um vald­arán í ræðu á þingi nú rétt í þessu. 

    Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra og þingmaður Flokks fólks­ins, sakaði Hildi Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, um vald­arán í ræðu á þingi nú rétt í þessu. 

    Áttu sér stað umræður und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta, í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, en þar sagði hún málþóf minni­hlut­ans for­dæma­laust og án hliðstæðu og minni­hlut­inn væri ekki að viður­kenna meiri­hlutaræðið á þing­inu.

    Eins og mbl.is greindi frá í morg­un sleit Hild­ur fundi þings­ins í gær í óþökk Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­seta þings­ins, og hef­ur það held­ur bet­ur valdið uppþoti á þing­inu í dag.

    Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins.
    Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra og þingmaður Flokks fólks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Guðmund­ur sagði í ræðu sinni að hann teldi ákvörðun Hild­ar vera vald­arán og að hún ætti að segja af sér. 

    „Skilnaðarkvíði birt­ist í mörg­um mynd­um. En hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um, skilnaðarkvíði þeirra við að missa völd­in hef­ur birst mér á stórfurðuleg­an hátt. Að því sem ég varð vitni hérna í gær­kvöldi þá verð ég bara að segja það að viðkom­andi for­seti, sem var að gera það sem ég tel vald­arán hérna í þing­inu, ætti bara hrein­lega að segja af sér. Vegna þess að þetta er grafal­var­legt mál – að brjóta svona gjör­sam­lega gegn lýðræðinu í land­inu er al­var­legt mál.

    Ég segi, á hvaða veg­ferð er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn virki­lega. Ætla þeir virki­lega að halda áfram að koma hér upp í pontu og reyna að verja svona gjörn­ing. Vegna þess að ég sé það al­veg fyr­ir mér á fyrri þing­um hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði tekið því ef ein­hver hefði íhugað, hvað þá fram­kvæmt svona hluti og ég vona svo heitt og inni­lega að þeir kunni að skamm­ast sín, en ég ef­ast um það,“ sagði Guðmund­ur á þing­inu.

    Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kom stuttu síðar í pontu þings­ins og spurði Þór­unni hvort hún myndi ávíta Guðmund Inga fyr­ir um­mæli hans og að hafa notað orðið vald­arán. 

    Þór­unn svaraði því ekki en kynnti næsta ræðumann í pontu.

    Hildur Sverrisdóttir slítur þingfundi í gærkvöldi.
    Hild­ur Sverr­is­dótt­ir slít­ur þing­fundi í gær­kvöldi. skjá­skot/​Alþingi
    mbl.is