Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, sakaði Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdarán í ræðu á þingi nú rétt í þessu.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, sakaði Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdarán í ræðu á þingi nú rétt í þessu.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, sakaði Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdarán í ræðu á þingi nú rétt í þessu.
Áttu sér stað umræður undir liðnum fundarstjórn forseta, í kjölfar yfirlýsingar Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, en þar sagði hún málþóf minnihlutans fordæmalaust og án hliðstæðu og minnihlutinn væri ekki að viðurkenna meirihlutaræðið á þinginu.
Eins og mbl.is greindi frá í morgun sleit Hildur fundi þingsins í gær í óþökk Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, og hefur það heldur betur valdið uppþoti á þinginu í dag.
Guðmundur sagði í ræðu sinni að hann teldi ákvörðun Hildar vera valdarán og að hún ætti að segja af sér.
„Skilnaðarkvíði birtist í mörgum myndum. En hjá Sjálfstæðisflokknum, skilnaðarkvíði þeirra við að missa völdin hefur birst mér á stórfurðulegan hátt. Að því sem ég varð vitni hérna í gærkvöldi þá verð ég bara að segja það að viðkomandi forseti, sem var að gera það sem ég tel valdarán hérna í þinginu, ætti bara hreinlega að segja af sér. Vegna þess að þetta er grafalvarlegt mál – að brjóta svona gjörsamlega gegn lýðræðinu í landinu er alvarlegt mál.
Ég segi, á hvaða vegferð er Sjálfstæðisflokkurinn virkilega. Ætla þeir virkilega að halda áfram að koma hér upp í pontu og reyna að verja svona gjörning. Vegna þess að ég sé það alveg fyrir mér á fyrri þingum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið því ef einhver hefði íhugað, hvað þá framkvæmt svona hluti og ég vona svo heitt og innilega að þeir kunni að skammast sín, en ég efast um það,“ sagði Guðmundur á þinginu.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom stuttu síðar í pontu þingsins og spurði Þórunni hvort hún myndi ávíta Guðmund Inga fyrir ummæli hans og að hafa notað orðið valdarán.
Þórunn svaraði því ekki en kynnti næsta ræðumann í pontu.