Sjö banaslys á tíu árum

Öryggi sjófarenda | 10. júlí 2025

Sjö banaslys á tíu árum

Atvik á sjó sem rannsökuð voru af Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) voru 30 árið 2024 en atvikum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Banaslysum hefur jafnframt fækkað verulega síðustu áratugi og má það rekja til ýmissa þátta. Má þar nefna vaktstöð siglinga, áreiðanlegri veðurspár og þá hefur þróun í öryggisbúnaði skipa verið ör.

Sjö banaslys á tíu árum

Öryggi sjófarenda | 10. júlí 2025

Síðan hann var stofnaður fyrir sléttum 40 árum hefur Slysavarnarskóli …
Síðan hann var stofnaður fyrir sléttum 40 árum hefur Slysavarnarskóli Landsbjargar gegnt veigamiklu hlutverki í fækkun banaslysa á sjó. Morgunblaðið/Árni Sæberg

At­vik á sjó sem rann­sökuð voru af Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) voru 30 árið 2024 en at­vik­um hef­ur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Bana­slys­um hef­ur jafn­framt fækkað veru­lega síðustu ára­tugi og má það rekja til ým­issa þátta. Má þar nefna vakt­stöð sigl­inga, áreiðan­legri veður­spár og þá hef­ur þróun í ör­ygg­is­búnaði skipa verið ör.

At­vik á sjó sem rann­sökuð voru af Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) voru 30 árið 2024 en at­vik­um hef­ur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Bana­slys­um hef­ur jafn­framt fækkað veru­lega síðustu ára­tugi og má það rekja til ým­issa þátta. Má þar nefna vakt­stöð sigl­inga, áreiðan­legri veður­spár og þá hef­ur þróun í ör­ygg­is­búnaði skipa verið ör.

Ekki síst hef­ur Slysa­varna­skóli Lands­bjarg­ar, sem varð 40 ára í lok maí, skipt sköp­um fyr­ir ör­yggi sjófar­enda en ein helsta ástæða þess að skól­inn var stofnaður var hversu tíð bana­slys voru á sjó. Í viðtali sem tekið var við Boga Þor­steins­son skóla­stjóra Slysa­varna­skól­ans í til­efni af­mæl­is­ins og birt var á sjó­mannadag­inn sagði hann það eng­um vafa und­iropið að slysa- og ör­ygg­is­fræðsla sjó­manna væri einn af lyk­ilþátt­um þess að al­var­leg­um slys­um á sjó hefði fækkað jafn mikið og raun ber vitni.

mbl.is