Bandaríska sveitasöngkonan Dolly Parton hefur ákveðið að taka sér tímabundið hlé frá tónlistinni. Síðustu mánuðir hafa reynst söngkonunni afar erfiðir en eiginmaður hennar til nærri 60 ára, Carl Dean, féll frá í mars og segist Parton þurfa tíma burt frá sviðsljósinu til að syrgja.
Bandaríska sveitasöngkonan Dolly Parton hefur ákveðið að taka sér tímabundið hlé frá tónlistinni. Síðustu mánuðir hafa reynst söngkonunni afar erfiðir en eiginmaður hennar til nærri 60 ára, Carl Dean, féll frá í mars og segist Parton þurfa tíma burt frá sviðsljósinu til að syrgja.
Bandaríska sveitasöngkonan Dolly Parton hefur ákveðið að taka sér tímabundið hlé frá tónlistinni. Síðustu mánuðir hafa reynst söngkonunni afar erfiðir en eiginmaður hennar til nærri 60 ára, Carl Dean, féll frá í mars og segist Parton þurfa tíma burt frá sviðsljósinu til að syrgja.
Parton, sem er 79 ára, greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Khloé Kardashian, Khloé in Wonder Land, á miðvikudag.
„Ég get ekki meira í bili,“ sagði Parton við Kardashian, en fullyrti þó að tónlistarferli hennar væri langt í frá lokið.
„Ég mun semja eitthvað nýtt, þegar og ef eitthvað kemur. Ég er bara að setja allt á bið að svo stöddu.“
Dean lést í Nashville í Tennessee þann 3. mars síðastliðinn. Hann var 82 ára gamall.
Parton greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlasíðunni X.
„Við Carl vörðum mörgum yndislegum árum saman. Orð geta ekki réttlætt ástina sem við deildum í yfir 60 ár. Þakka þér fyrir,“ skrifaði Parton.
Parton og Dean kynntust fyrir utan almenningsþvottahús í Nashville, daginn sem Parton flutti til Nashville 18 ára gömul þar sem hún reyndi fyrst fyrir sér sem söngkona. Þau giftu sig tveimur árum síðar, 30. maí 1966.
Carl Dean, sem hélt sig að mestu frá sviðsljósinu þrátt fyrir að vera eiginmaður stórstjörnunnar sem Dolly Parton varð, var kaupsýslumaður eftir að hafa átt malbikunarfyrirtæki í Nashville.