Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að ekki þurfi að ræða þingfundarslit gærkvöldsins meira. Engin eftirmál verði vegna þeirra af hálfu Þórunnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að ekki þurfi að ræða þingfundarslit gærkvöldsins meira. Engin eftirmál verði vegna þeirra af hálfu Þórunnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að ekki þurfi að ræða þingfundarslit gærkvöldsins meira. Engin eftirmál verði vegna þeirra af hálfu Þórunnar.
Þetta segir hún í samtali við mbl.is.
Hildur, sem er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fimmti varaforseti Alþingis, sleit þingfundi í gærkvöldi klukkan 23.39 og frestaði þar með áframhaldandi umræðu um veiðigjöld fram til morguns. Leiddu þingfundarslitin til þess að alvarlegar ásakanir fengu að fljúga á Alþingi í dag.
„Um það er það að segja að það var haldinn fundur í forsætisnefnd í dag og farið yfir málið og það verða engin eftirmál af minni hálfu. Þetta var vissulega óheppilegt að þetta skyldi gerast með þessum hætti, en við höfum rætt það og í rauninni þarf ekki að ræða það meir,“ segir Þórunn.
Þórunn segist ekki geta gefið frekari upplýsingar þar sem samtöl í forsætisnefnd séu í trúnaði.
„Forsætisnefnd vinnur saman að því að stjórna, ekki bara þingfundum heldur öllu starfi hér á Alþingi og það skiptir máli að samstarfið í nefndinni sé þétt og gott og eðli málsins samkvæmt þarf það að vera þvert á alla stjórnmálaflokka og þingflokka,“ segir forsetinn og heldur áfram:
„Það eru óvenjulegir tímar á Alþingi. Við höfum verið hér utan starfsáætlunar í um það bil mánuð og nokkur mál hafa verið rædd mjög lengi og önnur mál bíða afgreiðslu. Þess vegna hafa fundir verið langir og oft fram á nótt á síðustu vikum. Þetta er ekki óþekkt staða en ég held að það megi segja að það sé vilji til þess að reyna að finna lausnir og ná þinglokasamningum.“