Þórunn: „Engin eftirmál af minni hálfu“

Alþingi | 10. júlí 2025

Þórunn: „Engin eftirmál af minni hálfu“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að ekki þurfi að ræða þingfundarslit gærkvöldsins meira. Engin eftirmál verði vegna þeirra af hálfu Þórunnar.

Þórunn: „Engin eftirmál af minni hálfu“

Alþingi | 10. júlí 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Birta Margrét

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, seg­ir að ekki þurfi að ræða þing­fund­arslit gær­kvölds­ins meira. Eng­in eft­ir­mál verði vegna þeirra af hálfu Þór­unn­ar.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, seg­ir að ekki þurfi að ræða þing­fund­arslit gær­kvölds­ins meira. Eng­in eft­ir­mál verði vegna þeirra af hálfu Þór­unn­ar.

Þetta seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Hild­ur, sem er þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fimmti vara­for­seti Alþing­is, sleit þing­fundi í gær­kvöldi klukk­an 23.39 og frestaði þar með áfram­hald­andi umræðu um veiðigjöld fram til morg­uns. Leiddu þing­fund­arslit­in til þess að al­var­leg­ar ásak­an­ir fengu að fljúga á Alþingi í dag.

Óheppi­legt

„Um það er það að segja að það var hald­inn fund­ur í for­sæt­is­nefnd í dag og farið yfir málið og það verða eng­in eft­ir­mál af minni hálfu. Þetta var vissu­lega óheppi­legt að þetta skyldi ger­ast með þess­um hætti, en við höf­um rætt það og í raun­inni þarf ekki að ræða það meir,“ seg­ir Þór­unn.

Þór­unn seg­ist ekki geta gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar þar sem sam­töl í for­sæt­is­nefnd séu í trúnaði.

Óvenju­leg­ir tím­ar á Alþingi

„For­sæt­is­nefnd vinn­ur sam­an að því að stjórna, ekki bara þing­fund­um held­ur öllu starfi hér á Alþingi og það skipt­ir máli að sam­starfið í nefnd­inni sé þétt og gott og eðli máls­ins sam­kvæmt þarf það að vera þvert á alla stjórn­mála­flokka og þing­flokka,“ seg­ir for­set­inn og held­ur áfram:

„Það eru óvenju­leg­ir tím­ar á Alþingi. Við höf­um verið hér utan starfs­áætl­un­ar í um það bil mánuð og nokk­ur mál hafa verið rædd mjög lengi og önn­ur mál bíða af­greiðslu. Þess vegna hafa fund­ir verið lang­ir og oft fram á nótt á síðustu vik­um. Þetta er ekki óþekkt staða en ég held að það megi segja að það sé vilji til þess að reyna að finna lausn­ir og ná þingloka­samn­ing­um.“

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Karítas
mbl.is