Valdarán varðar allt að lífstíðardómi

Alþingi | 10. júlí 2025

Valdarán varðar allt að lífstíðardómi

Hart hefur verið tekist á á Alþingi Íslendinga í dag í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sleit þingfundi í gær í óþökk meirihluta þingsins og Þórunnar Sveinbjarnardóttur þingforseta. 

Valdarán varðar allt að lífstíðardómi

Alþingi | 10. júlí 2025

Ráðherrann sakaði þingmanninn um alvarlegt lögbrot.
Ráðherrann sakaði þingmanninn um alvarlegt lögbrot. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Árni Sæberg

Hart hef­ur verið tek­ist á á Alþingi Íslend­inga í dag í kjöl­far þess að Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sleit þing­fundi í gær í óþökk meiri­hluta þings­ins og Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur þing­for­seta. 

Hart hef­ur verið tek­ist á á Alþingi Íslend­inga í dag í kjöl­far þess að Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sleit þing­fundi í gær í óþökk meiri­hluta þings­ins og Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur þing­for­seta. 

Kristrún Frosta­dótt­ir ávarpaði þing­heim fyrr í dag með sér­stakri yf­ir­lýs­ingu þar sem hún sagði meðal ann­ars að meiri­hlut­inn ætlaði sér að verja lýðveldið Ísland, stjórn­skip­an lands­ins og heiður Alþing­is. 

Þeir sem harðast hafa gengið gagn­vart Hildi segja hana hafa framið vald­arán, eða að minnsta kosti gert til til­raun til þess. Meðal þeirra sem saka Hildi um slíkt er Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, sem hvatti Hildi auk­in­held­ur til þess að segja af sér. 

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kom stuttu síðar í pontu þings­ins og spurði Þór­unni hvort hún myndi ávíta Guðmund Inga fyr­ir um­mæli hans og að hafa notað orðið vald­arán.

Ákvæði í hegn­ing­ar­lög­um

Fjallað er um vald­arán í al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, nán­ar til­tekið í XI. kafla laga­bálks­ins.

Þar seg­ir í 1. máls­grein 98. grein­ar að hver sá sem veki eða stýri upp­reisn, í þeim til­gangi að breyta stjórn­skip­um rík­is­ins, eigi yfir höfði sér allt að ævi­langri fang­elsis­vist. 

Sam­kvæmt 2. máls­grein sömu grein­ar varðar það allt að 8 ára fang­elsi að taka þátt í slíkri upp­reisn.

Mennta- og barna­málaráðherr­ann hef­ur, þrátt fyr­ir full­yrðing­ar sín­ar, ekki borið nein sér­stök rök fyr­ir því að Hild­ur hafi gerst sek um vald­arán í skiln­ingi lag­anna. 

Hild­ur birti jafn­framt færslu á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hún ver ákvörðun sína að slíta fund­in­um. Hún seg­ir þar að þing­for­seti hafi ekki tjáð sér að fund­ur­inn ætti að standa fram á nótt en lengri þing­fund­ir standa yf­ir­leitt ekki leng­ur en til miðnætt­is að henn­ar sögn.

Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að orðræða stjórn­ar­liða um að stjórn­ar­andstaðan sé með til­raun til vald­aráns og að lýðræðið sé í húfi væri ógeðfelld­ur mál­flutn­ing­ur.

mbl.is