Greint hefur verið frá því að tíu Palestínumenn hefðu látið lífið í dag á meðan þeir biðu eftir matargjöfum á Gasa. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 800 svipuð dauðsföll átt sér stað á síðustu sex vikum. Ísraelsher segist hafa gefið út nýjar leiðbeiningar til hermanna í kjölfar endurtekinna frásagna af dauðsföllum.
Greint hefur verið frá því að tíu Palestínumenn hefðu látið lífið í dag á meðan þeir biðu eftir matargjöfum á Gasa. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 800 svipuð dauðsföll átt sér stað á síðustu sex vikum. Ísraelsher segist hafa gefið út nýjar leiðbeiningar til hermanna í kjölfar endurtekinna frásagna af dauðsföllum.
Greint hefur verið frá því að tíu Palestínumenn hefðu látið lífið í dag á meðan þeir biðu eftir matargjöfum á Gasa. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 800 svipuð dauðsföll átt sér stað á síðustu sex vikum. Ísraelsher segist hafa gefið út nýjar leiðbeiningar til hermanna í kjölfar endurtekinna frásagna af dauðsföllum.
Greint var frá dauðsföllunum á sama tíma og samningamenn frá Ísrael og Hamas-samtökunum stóðu í óbeinum viðræðum í Katar til að reyna að ná samkomulagi um tímabundið vopnahlé í átökunum sem hafa staðið yfir í meira en 21 mánuð.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði á fimmtudaginn að hann vonaðist til að samkomulag um 60 daga hlé á átökum næðist á næstu dögum og að hann væri í kjölfarið reiðubúinn að semja um varanleg lok átakanna.
Hamas hefur sagt að frjálst flæði hjálpargagna sé eitt helsta ágreiningsefnið í viðræðunum en meira en tvær milljónir íbúa Gasa standa nú frammi fyrir alvarlegri mannúðarkreppu vegna hungurs og sjúkdóma.
Ísrael hóf að slaka á meira en tveggja mánaða stöðvun á flæði hjálpargagna inn á Gasa í lok maí. Síðan þá hefur ný stofnun, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna og Ísraels, Gaza Humanitarian Foundation, að mestu tekið við hlutverki umfangsmikils hjálparstarfsnets Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.
Tíðar frásagnir berast af því að ísraelskar hersveitir skjóti á fólk sem leiti hjálpargagna en almannavarnir á Gasa segja að tíu Palestínumenn hafi látist í dag þegar þeir biðu við úthlutunarstöð nálægt Rafah.
Sameinuðu þjóðirnar, sem neita að vinna með Gaza Humanitarian Foundation vegna áhyggja af því að samtökin hafi verið stofnuð til að þjóna hernaðarlegum markmiðum Ísraels, sögðu á föstudag að 798 manns hafi látist við að leita sér aðstoðar á Gasa frá lokum maí til 7. júlí.
„Þar sem fólk er í röð eftir nauðsynlegum birgðum eins og mat og lyfjum, og þar sem... þau hafa val á milli þess að vera skotin eða fá að borða, er þetta óásættanlegt,“ sagði Ravina Shamdasani, talsmaður mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, við blaðamenn í Genf í dag.