800 drepnir í leit að hjálpargögnum

Ísrael/Palestína | 11. júlí 2025

800 drepnir í leit að hjálpargögnum

Greint hefur verið frá því að tíu Palestínumenn hefðu látið lífið í dag á meðan þeir biðu eftir matargjöfum á Gasa. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 800 svipuð dauðsföll átt sér stað á síðustu sex vikum. Ísraelsher segist hafa gefið út nýjar leiðbeiningar til hermanna í kjölfar endurtekinna frásagna af dauðsföllum.

800 drepnir í leit að hjálpargögnum

Ísrael/Palestína | 11. júlí 2025

Fjöldi Palestínumanna hefur látist á meðan þeir leita sér hjálpar.
Fjöldi Palestínumanna hefur látist á meðan þeir leita sér hjálpar. AFP

Greint hef­ur verið frá því að tíu Palestínu­menn hefðu látið lífið í dag á meðan þeir biðu eft­ir mat­ar­gjöf­um á Gasa. Sam­kvæmt Sam­einuðu þjóðunum hafa 800 svipuð dauðsföll átt sér stað á síðustu sex vik­um. Ísra­els­her seg­ist hafa gefið út nýj­ar leiðbein­ing­ar til her­manna í kjöl­far end­ur­tek­inna frá­sagna af dauðsföll­um.

Greint hef­ur verið frá því að tíu Palestínu­menn hefðu látið lífið í dag á meðan þeir biðu eft­ir mat­ar­gjöf­um á Gasa. Sam­kvæmt Sam­einuðu þjóðunum hafa 800 svipuð dauðsföll átt sér stað á síðustu sex vik­um. Ísra­els­her seg­ist hafa gefið út nýj­ar leiðbein­ing­ar til her­manna í kjöl­far end­ur­tek­inna frá­sagna af dauðsföll­um.

Greint var frá dauðsföll­un­um á sama tíma og samn­inga­menn frá Ísra­el og Ham­as-sam­tök­un­um stóðu í óbein­um viðræðum í Kat­ar til að reyna að ná sam­komu­lagi um tíma­bundið vopna­hlé í átök­un­um sem hafa staðið yfir í meira en 21 mánuð.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sagði á fimmtu­dag­inn að hann vonaðist til að sam­komu­lag um 60 daga hlé á átök­um næðist á næstu dög­um og að hann væri í kjöl­farið reiðubú­inn að semja um var­an­leg lok átak­anna.

Skot­in þar sem þau leita hjálp­ar

Ham­as hef­ur sagt að frjálst flæði hjálp­ar­gagna sé eitt helsta ágrein­ings­efnið í viðræðunum en meira en tvær millj­ón­ir íbúa Gasa standa nú frammi fyr­ir al­var­legri mannúðar­kreppu vegna hung­urs og sjúk­dóma.

Ísra­el hóf að slaka á meira en tveggja mánaða stöðvun á flæði hjálp­ar­gagna inn á Gasa í lok maí. Síðan þá hef­ur ný stofn­un, sem nýt­ur stuðnings Banda­ríkj­anna og Ísra­els, Gaza Humanit­ari­an Foundati­on, að mestu tekið við hlut­verki um­fangs­mik­ils hjálp­ar­starfsnets Sam­einuðu þjóðanna á svæðinu.

Tíðar frá­sagn­ir ber­ast af því að ísra­elsk­ar her­sveit­ir skjóti á fólk sem leiti hjálp­ar­gagna en al­manna­varn­ir á Gasa segja að tíu Palestínu­menn hafi lát­ist í dag þegar þeir biðu við út­hlut­un­ar­stöð ná­lægt Rafah.

Neita að vinna með hjálp­ar­sam­tök­un­um

Sam­einuðu þjóðirn­ar, sem neita að vinna með Gaza Humanit­ari­an Foundati­on vegna áhyggja af því að sam­tök­in hafi verið stofnuð til að þjóna hernaðarleg­um mark­miðum Ísra­els, sögðu á föstu­dag að 798 manns hafi lát­ist við að leita sér aðstoðar á Gasa frá lok­um maí til 7. júlí.

„Þar sem fólk er í röð eft­ir nauðsyn­leg­um birgðum eins og mat og lyfj­um, og þar sem... þau hafa val á milli þess að vera skot­in eða fá að borða, er þetta óá­sætt­an­legt,“ sagði Ravina Shamdas­ani, talsmaður mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna, við blaðamenn í Genf í dag.

Tvær milljónir íbúa Gasa standa nú frammi fyrir alvarlegri mannúðarkreppu …
Tvær millj­ón­ir íbúa Gasa standa nú frammi fyr­ir al­var­legri mannúðar­kreppu vegna hung­urs og sjúk­dóma. AFP
mbl.is