Forseti þingsins virkjar kjarnorkuákvæðið

Alþingi | 11. júlí 2025

Forseti þingsins virkjar kjarnorkuákvæðið

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti beitti nú rétt í þessu 71. grein þingskaparlaga og boðaði til atkvæðagreiðslu um að stöðva umræðu um málið og beina málinu beint til atkvæðagreiðslu.

Forseti þingsins virkjar kjarnorkuákvæðið

Alþingi | 11. júlí 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hefur virkjað kjarnorkuákvæðið.
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hefur virkjað kjarnorkuákvæðið. mbl.is/Eyþór

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti beitti nú rétt í þessu 71. grein þing­skap­ar­laga og boðaði til at­kvæðagreiðslu um að stöðva umræðu um málið og beina mál­inu beint til at­kvæðagreiðslu.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti beitti nú rétt í þessu 71. grein þing­skap­ar­laga og boðaði til at­kvæðagreiðslu um að stöðva umræðu um málið og beina mál­inu beint til at­kvæðagreiðslu.

Þetta til­kynnti hún í upp­hafi þing­fund­ar nú klukk­an 10.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti sér­staka yf­ir­lýs­ingu í upp­hafi þing­fund­ar í gær þar sem hún hét því að meiri­hlut­inn myndi verja lýðveldið Ísland og heiður Alþing­is. 

Kjarn­orku­ákvæðinu svo­kallaða hef­ur ekki verið beitt síðan árið 1959 og hef­ur verið litið á það sem neyðarúr­ræði þegar ekki er hægt að ljúka umræðum á ann­an hátt. Það hef­ur verið í lög­um frá ár­inu 1876 og hef­ur aðeins ör­sjald­an verið beitt og aldrei frá því að Alþingi var sam­einað í eina mál­stofu árið 1991. 

mbl.is