Heiðdís og Hjálmtýr trúlofuðu sig á Stöðvarfirði

Samskipti kynjanna | 11. júlí 2025

Heiðdís og Hjálmtýr trúlofuðu sig á Stöðvarfirði

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir og Hjálmtýr Alfreðsson sálfræðingur eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig á Stöðvarfirði í byrjun mánaðarins.

Heiðdís og Hjálmtýr trúlofuðu sig á Stöðvarfirði

Samskipti kynjanna | 11. júlí 2025

Trúlofunarhringurinn er ekkert slor.
Trúlofunarhringurinn er ekkert slor. Samsett mynd

Knatt­spyrnu­kon­an Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og Hjálmtýr Al­freðsson sál­fræðing­ur eru trú­lofuð. Parið trú­lofaði sig á Stöðvarf­irði í byrj­un mánaðar­ins.

Knatt­spyrnu­kon­an Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og Hjálmtýr Al­freðsson sál­fræðing­ur eru trú­lofuð. Parið trú­lofaði sig á Stöðvarf­irði í byrj­un mánaðar­ins.

Heiðdís og Hjálmtýr greindu frá trú­lof­un­inni í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram nú á dög­un­um.

„02.07.25 - full­kom­inn dag­ur,“ skrif­ar parið við fal­lega myndaröð og læt­ur lynd­is­tákn þess efn­is að um trú­lof­un sé að ræða fylgja með.

Heiðdís og Hjálmtýr hafa verið sam­an um ára­bil og eignuðust sitt fyrsta barn í ág­úst í fyrra, stúlku sem hlaut nafnið Lillý.

Bæði á kafi í íþrótt­um

Heiðdís spilaði fyrst fót­bolta með Sel­fossi og síðar með Breiðablik frá ár­inu 2017 til 2022, en þá skrifaði hún und­ir samn­ing við sviss­neska knatt­spyrnuliðið Basel og flutti út í lok janú­ar 2023 og spilaði með liðinu í eitt ár.

Hjálmtýr hef­ur spilað hand­bolta með meist­ara­flokki Stjörn­unn­ar frá ár­inu 2011, en hann er sál­fræðing­ur að mennt og setti ný­verið á lagg­irn­ar fyr­ir­tækið Hug­rænn Styrk­ur ásamt fé­laga sín­um, knatt­spyrnu­mann­in­um og sál­fræðingn­um Vikt­ori Erni Mar­geirs­syni, þar sem þeir bjóða upp á sál­fræðiaðstoð sem er sér­sniðin að íþrótta­fólki.

Smart­land ósk­ar par­inu hjart­an­lega til ham­ingju!

mbl.is