„Rétt áður en hann kippir lýðræðinu úr sambandi“

Alþingi | 11. júlí 2025

„Rétt áður en hann kippir lýðræðinu úr sambandi“

„Nú er allt breytt. Margar af þeim ræðum sem hafa verið fluttar hér til að verja þessa ákvörðun virðulegs forseta hljóma eins og ræður einstaklings sem er rétt um það bil að verða einræðisherra, rétt áður en hann kippir lýðræðinu úr sambandi.“

„Rétt áður en hann kippir lýðræðinu úr sambandi“

Alþingi | 11. júlí 2025

Bergþór Ólason þing­flokks­formaður Miðflokks­ins á Alþingi í dag.
Bergþór Ólason þing­flokks­formaður Miðflokks­ins á Alþingi í dag. mbl.is/Eyþór

„Nú er allt breytt. Marg­ar af þeim ræðum sem hafa verið flutt­ar hér til að verja þessa ákvörðun virðulegs for­seta hljóma eins og ræður ein­stak­lings sem er rétt um það bil að verða ein­ræðis­herra, rétt áður en hann kipp­ir lýðræðinu úr sam­bandi.“

„Nú er allt breytt. Marg­ar af þeim ræðum sem hafa verið flutt­ar hér til að verja þessa ákvörðun virðulegs for­seta hljóma eins og ræður ein­stak­lings sem er rétt um það bil að verða ein­ræðis­herra, rétt áður en hann kipp­ir lýðræðinu úr sam­bandi.“

Svona hóf Bergþór Ólason þing­flokks­formaður Miðflokks­ins ræðu sína í umræðum um at­kvæðagreiðslu sem Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti boðaði til á Alþingi rétt í þessu.

Þing­for­seti beitti 71. grein þing­skap­ar­laga, svo­kölluðu kjarn­orku­ákvæði, og boðaði til at­kvæðagreiðslu um að stöðva umræðu um veiðigjöld­in og beina mál­inu beint til at­kvæðagreiðslu.

„Þá verður skömm ykk­ar, sem þetta hafið gert, enn meiri, og hún verður rifjuð upp“

„Þetta krist­all­ast í ein­hvers lags frekjukasti í skatta­hækk­un­ar­máli, og það að við hér í þing­inu, og ég leyfi mér að segja virðuleg­ur for­seti, sé sett­ur í þá stöðu, að beita þessu ákvæði til að knýja fram skatta­hækk­un­ar­mál, eins illa unnið og það sem hér ligg­ur fyr­ir, það mun verða þeim sem taka þá ákvörðun til ævar­andi skamm­ar, til ævar­andi skamm­ar,“ hélt Bergþór áfram.

„Þegar þetta mál, jafn illa unnið og brogað og það er, lend­ir fyr­ir dóm­stól­um, sem mun ger­ast án nokk­urs vafa við fyrstu álagn­ingu á grund­velli þess sem hér á að þvinga í gegn, þá verður skömm ykk­ar, sem þetta hafið gert, enn meiri, og hún verður rifjuð upp. Það megið þið vita, virðuleg­ir þing­menn.“

mbl.is