Stjórnarandstaðan eigi ekki að hafa neitunarvald

Alþingi | 11. júlí 2025

Stjórnarandstaðan eigi ekki að hafa neitunarvald

„Það er ekki þannig að stjórnarandstaðan eigi að hafa neitunarvald á Alþingi Íslendinga. Hér eru mál afgreidd ef þau eru í ágreiningi með atkvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þingmönnum. Það er það sem er í uppsiglingu í þessu máli og ég virði ákvörðun forseta heilshugar.“

Stjórnarandstaðan eigi ekki að hafa neitunarvald

Alþingi | 11. júlí 2025

Sigmar Guðmundsson kveðst virða ákvörðun forseta Alþingis.
Sigmar Guðmundsson kveðst virða ákvörðun forseta Alþingis. mbl.is/Eyþór

„Það er ekki þannig að stjórn­ar­andstaðan eigi að hafa neit­un­ar­vald á Alþingi Íslend­inga. Hér eru mál af­greidd ef þau eru í ágrein­ingi með at­kvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þing­mönn­um. Það er það sem er í upp­sigl­ingu í þessu máli og ég virði ákvörðun for­seta heils­hug­ar.“

„Það er ekki þannig að stjórn­ar­andstaðan eigi að hafa neit­un­ar­vald á Alþingi Íslend­inga. Hér eru mál af­greidd ef þau eru í ágrein­ingi með at­kvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þing­mönn­um. Það er það sem er í upp­sigl­ingu í þessu máli og ég virði ákvörðun for­seta heils­hug­ar.“

Svona lauk Sig­mar Guðmunds­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, ræðu sinni um ákvörðun Þór­unn­ar Svein­bjarna­dótt­ur, for­seta Alþing­is, að beita 71. grein þing­skap­ar­laga og boða til at­kvæðagreiðslu um veiðigjalda­frum­varpið og stöðva áfram­hald­andi umræðu um málið.

Ákvæðinu hef­ur sjald­an verið breytt frá því að Alþingi var sam­einað í eina mál­stofu árið 1991, síðast var því beitt árið 1959. Ákvæðið er álitið sem neyðarúr­ræði þegar ekki tekst að ljúka umræðum um mál á ann­an hátt.

„Eitt lítið skatt­hækk­un­ar­mál“ 

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar eru allt annað en sátt­ir við ákvörðun for­seta og hafa gagn­rýnt að ákvæðinu sé beint á mál er varðar skatta­hækk­un.

„Eitt lítið skatt­hækk­un­ar­mál, seg­ir stjórn­ar­andstaðan hér. Þetta svo­kallaða litla skatta­hækk­un­ar­mál hef­ur verið rætt í 160 klukku­tíma. Hér hafa menn farið í þúsund­ir ræðna. Hér eru menn á mæl­enda­skrá, þing­menn, að fara í sína 58 og 64 ræðu. Samt tala menn eins og þetta sé lítið mál sem ekki kalli á að þingsköp Alþing­is, sem ganga út á að lýðræðið eigi að virka, komi til fram­kvæmda,“ seg­ir Sig­mar.

mbl.is