„Það er ekki þannig að stjórnarandstaðan eigi að hafa neitunarvald á Alþingi Íslendinga. Hér eru mál afgreidd ef þau eru í ágreiningi með atkvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þingmönnum. Það er það sem er í uppsiglingu í þessu máli og ég virði ákvörðun forseta heilshugar.“
„Það er ekki þannig að stjórnarandstaðan eigi að hafa neitunarvald á Alþingi Íslendinga. Hér eru mál afgreidd ef þau eru í ágreiningi með atkvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þingmönnum. Það er það sem er í uppsiglingu í þessu máli og ég virði ákvörðun forseta heilshugar.“
„Það er ekki þannig að stjórnarandstaðan eigi að hafa neitunarvald á Alþingi Íslendinga. Hér eru mál afgreidd ef þau eru í ágreiningi með atkvæðagreiðslu hér í þingsal hjá þingmönnum. Það er það sem er í uppsiglingu í þessu máli og ég virði ákvörðun forseta heilshugar.“
Svona lauk Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, ræðu sinni um ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnadóttur, forseta Alþingis, að beita 71. grein þingskaparlaga og boða til atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið og stöðva áframhaldandi umræðu um málið.
Ákvæðinu hefur sjaldan verið breytt frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu árið 1991, síðast var því beitt árið 1959. Ákvæðið er álitið sem neyðarúrræði þegar ekki tekst að ljúka umræðum um mál á annan hátt.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru allt annað en sáttir við ákvörðun forseta og hafa gagnrýnt að ákvæðinu sé beint á mál er varðar skattahækkun.
„Eitt lítið skatthækkunarmál, segir stjórnarandstaðan hér. Þetta svokallaða litla skattahækkunarmál hefur verið rætt í 160 klukkutíma. Hér hafa menn farið í þúsundir ræðna. Hér eru menn á mælendaskrá, þingmenn, að fara í sína 58 og 64 ræðu. Samt tala menn eins og þetta sé lítið mál sem ekki kalli á að þingsköp Alþingis, sem ganga út á að lýðræðið eigi að virka, komi til framkvæmda,“ segir Sigmar.