Síðustu helgi opnaði alþjóðlega skrifstofukeðjan Regus skrifstofusetur á Akureyri með pompi og prakt en nýja skrifstofusetrið er staðsett í göngugötu bæjarins að Hafnarstræti 93-95.
Síðustu helgi opnaði alþjóðlega skrifstofukeðjan Regus skrifstofusetur á Akureyri með pompi og prakt en nýja skrifstofusetrið er staðsett í göngugötu bæjarins að Hafnarstræti 93-95.
Síðustu helgi opnaði alþjóðlega skrifstofukeðjan Regus skrifstofusetur á Akureyri með pompi og prakt en nýja skrifstofusetrið er staðsett í göngugötu bæjarins að Hafnarstræti 93-95.
Fjölmargir kíktu við og kynntu sér nýju húsakynni Regus og fögnuðu deginum með Tómasi Hilmari Ragnarssyni, forstjóra og eiganda Regus á Íslandi, sem setti upp auðmannagleraugun í tilefni dagsins, og Evu Dögg Sigurgeirsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins.
Meðal gesta voru María Aðalsteinsdóttir, skólastjóri í Valsársskóla á Svalbarðsströnd, Þórunn Sif Harðardóttir, sveitastjóri Svalbarðsstrandahrepps, og Bjarni Ákason, fjárfestir og sá sem kom auðmannagleraugna-trendinu á fót hér á landi.
„Við erum virkilega ánægð með viðtökurnar og hlökkum til að styðja við viðskiptaumhverfið á Norðurlandi,“ segir Tómas Hilmar Ragnarsson, forstjóri Regus á Íslandi.
„Þetta er mikilvæg viðbót við okkar net og við sjáum greinilega eftirspurn eftir sveigjanlegri vinnuaðstöðu á þessum hluta landsins.“