Veiðigjaldamálið rætt í nefnd síðar í dag

Alþingi | 11. júlí 2025

Veiðigjaldamálið rætt í nefnd síðar í dag

Fundur hjá atvinnuveganefnd Alþingis hefur verið settur á dagskrá, en fundur nefndarinnar fer fram síðdegis í dag, klukkan 4. Veiðigjaldamálið verður þar rætt en málið bíður nú þriðju umræða, sem samkvæmt stjórnarskrá er seinasta umræða málsins. 

Veiðigjaldamálið rætt í nefnd síðar í dag

Alþingi | 11. júlí 2025

Frá Alþingi fyrr í dag.
Frá Alþingi fyrr í dag. mbl.is/Eyþór

Fund­ur hjá at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is hef­ur verið sett­ur á dag­skrá, en fund­ur nefnd­ar­inn­ar fer fram síðdeg­is í dag, klukk­an 4. Veiðigjalda­málið verður þar rætt en málið bíður nú þriðju umræða, sem sam­kvæmt stjórn­ar­skrá er sein­asta umræða máls­ins. 

Fund­ur hjá at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is hef­ur verið sett­ur á dag­skrá, en fund­ur nefnd­ar­inn­ar fer fram síðdeg­is í dag, klukk­an 4. Veiðigjalda­málið verður þar rætt en málið bíður nú þriðju umræða, sem sam­kvæmt stjórn­ar­skrá er sein­asta umræða máls­ins. 

Ann­arri umræðu um málið lauk nú á þriðja tím­an­um í dag og var þar með vísað til meðferðar at­vinnu­vega­nefnd­ar. 

Ann­arri umræðu um málið lauk snögg­lega eft­ir að Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, beitti 71. grein þing­skap­ar­laga og vísaði því þar með til at­kvæða þings­ins hvort stöðva ætti umræðu um málið sem er orðin sú lengsta í sögu Alþing­is. 

Óljóst er hvenær þriðja umræða um málið hefst en fyrst þarf at­vinnu­vega­nefnd að ljúka sinni um­fjöll­un um málið. 

mbl.is