Kominn tími á að setja punkt í þingið

Alþingi | 12. júlí 2025

Kominn tími á að setja punkt í þingið

Það er mikil synd hvernig mál hafa þróast á síðustu dögum þingsins, en nú er mál að linni.

Kominn tími á að setja punkt í þingið

Alþingi | 12. júlí 2025

Hildur Sverrisdóttir er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Það er mik­il synd hvernig mál hafa þró­ast á síðustu dög­um þings­ins, en nú er mál að linni.

Það er mik­il synd hvernig mál hafa þró­ast á síðustu dög­um þings­ins, en nú er mál að linni.

Þetta seg­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í kjöl­far þingloka­samn­ings sem samþykkt­ur var fyrr í kvöld.

„For­seti kem­ur með sitt upp­legg og hef­ur í huga þær at­huga­semd­ir sem við höf­um viðhaft vegna van­bú­inna mála útaf óskilj­an­legri for­gangs­röðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar," seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að mikið af mik­il­væg­um mál­um hafi verið lát­in sitja á hak­an­um sök­um áherslu á veiðigjalda­frum­varpið. Niðurstaða þess sé að öll önn­ur mál séu í raun sett útaf borðinu.

Upp­legg Þór­unn­ar Svein­bjarna­dótt­ur, for­seta Alþing­is, var svo samþykkt og þingloka­samn­ing­ur kom­inn í höfn.

Tjá­ir sig ekki um sam­töl dags­ins

Þing­fundi var ít­rekað frestað í dag vegna sam­tala flokka. Hild­ur vildi ekki tjá sig um þau sam­töl sem áttu sér stað í dag og seg­ir það vont að stjórn­ar­liðar séu að hafa eft­ir hluti úr þess­um samn­ingaviðræðum sem að auki séu ekki rétt­ir.

„Und­an­farna daga var hér sett á svið lyga­leik­rit þar sem ekki er sagt satt um samn­ingaviðræður und­an­far­inna vikna og full­yrt að ósekju að við höfðum ekki samn­ings­vilja,“ seg­ir Hild­ur.

„Kór­ónað svo með að mér sé brigslað vald­arán og önn­ur mjög ógeðfelld orð lát­in falla í pontu Alþing­is. Stuttu seinna kem­ur auðvitað raun­veru­leg­ur til­gang­ur þessa í ljós, tylli­á­stæða til að geta slökkt á minni­hlut­an­um með vald­beit­ingu. Það mun alltaf verða þeim til minnk­un­ar. En nú setj­um við punkt við þetta þing. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á meira af þess­ari van­v­irðingu við þing og þjóð,“ bæt­ir hún við í lok­in.

mbl.is