Það er mikil synd hvernig mál hafa þróast á síðustu dögum þingsins, en nú er mál að linni.
Það er mikil synd hvernig mál hafa þróast á síðustu dögum þingsins, en nú er mál að linni.
Það er mikil synd hvernig mál hafa þróast á síðustu dögum þingsins, en nú er mál að linni.
Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í kjölfar þinglokasamnings sem samþykktur var fyrr í kvöld.
„Forseti kemur með sitt upplegg og hefur í huga þær athugasemdir sem við höfum viðhaft vegna vanbúinna mála útaf óskiljanlegri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar," segir Hildur í samtali við mbl.is og bætir við að mikið af mikilvægum málum hafi verið látin sitja á hakanum sökum áherslu á veiðigjaldafrumvarpið. Niðurstaða þess sé að öll önnur mál séu í raun sett útaf borðinu.
Upplegg Þórunnar Sveinbjarnadóttur, forseta Alþingis, var svo samþykkt og þinglokasamningur kominn í höfn.
Þingfundi var ítrekað frestað í dag vegna samtala flokka. Hildur vildi ekki tjá sig um þau samtöl sem áttu sér stað í dag og segir það vont að stjórnarliðar séu að hafa eftir hluti úr þessum samningaviðræðum sem að auki séu ekki réttir.
„Undanfarna daga var hér sett á svið lygaleikrit þar sem ekki er sagt satt um samningaviðræður undanfarinna vikna og fullyrt að ósekju að við höfðum ekki samningsvilja,“ segir Hildur.
„Kórónað svo með að mér sé brigslað valdarán og önnur mjög ógeðfelld orð látin falla í pontu Alþingis. Stuttu seinna kemur auðvitað raunverulegur tilgangur þessa í ljós, tylliástæða til að geta slökkt á minnihlutanum með valdbeitingu. Það mun alltaf verða þeim til minnkunar. En nú setjum við punkt við þetta þing. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á meira af þessari vanvirðingu við þing og þjóð,“ bætir hún við í lokin.