Skrifstofa Alþingis, að beiðni Flokks fólksins, tók saman minnisblað um uppruna og beitingu 71. greinar þingskaparlaga.
Skrifstofa Alþingis, að beiðni Flokks fólksins, tók saman minnisblað um uppruna og beitingu 71. greinar þingskaparlaga.
Skrifstofa Alþingis, að beiðni Flokks fólksins, tók saman minnisblað um uppruna og beitingu 71. greinar þingskaparlaga.
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Beiðni Flokks fólksins um að minnisblað yrði unnið er dagsett 7. maí, eða fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan, en þá hafði fyrsta umræða um veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra aðeins staðið yfir í tvo daga.
Eins og alþjóð veit beitti Þórunn Sveinbjarnardóttir ákvæðinu, sem oft er kallað kjarnorkuákvæðið, í upphafi þingfundar í gær, til þess að leggja það til við þingheim að binda enda á aðra umræðu um veiðigjaldafrumvarpið umdeilda. Sú tillaga hennar var samþykkt og lauk annarri umræðu um málið síðdegis í gær.
Litið hefur verið á ákvæðið sem neyðarúrræði sem aðeins er beitt ef aðrir möguleikar í stöðunni eru taldir fullreyndir, til marks um það hafði því ekki verið beitt með gildum hætti síðan árið 1959.