Létu vinna minnisblað um ákvæðið fyrir tveimur mánuðum

Alþingi | 12. júlí 2025

Létu vinna minnisblað um ákvæðið fyrir tveimur mánuðum

Skrifstofa Alþingis, að beiðni Flokks fólksins, tók saman minnisblað um uppruna og beitingu 71. greinar þingskaparlaga.

Létu vinna minnisblað um ákvæðið fyrir tveimur mánuðum

Alþingi | 12. júlí 2025

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Flokkur hennar lét vinna minnisblað …
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Flokkur hennar lét vinna minnisblað um beitingu kjarnorkuákvæðisins fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. mbl.is/Karítas

Skrif­stofa Alþing­is, að beiðni Flokks fólks­ins, tók sam­an minn­is­blað um upp­runa og beit­ingu 71. grein­ar þing­skap­ar­laga.

Skrif­stofa Alþing­is, að beiðni Flokks fólks­ins, tók sam­an minn­is­blað um upp­runa og beit­ingu 71. grein­ar þing­skap­ar­laga.

Rík­is­út­varpið greindi fyrst frá.

Beiðni Flokks fólks­ins um að minn­is­blað yrði unnið er dag­sett 7. maí, eða fyr­ir rúm­lega tveim­ur mánuðum síðan, en þá hafði fyrsta umræða um veiðigjalda­frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra aðeins staðið yfir í tvo daga.

Eins og alþjóð veit beitti Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir ákvæðinu, sem oft er kallað kjarn­orku­ákvæðið, í upp­hafi þing­fund­ar í gær, til þess að leggja það til við þing­heim að binda enda á aðra umræðu um veiðigjalda­frum­varpið um­deilda. Sú til­laga henn­ar var samþykkt og lauk ann­arri umræðu um málið síðdeg­is í gær.

Litið hef­ur verið á ákvæðið sem neyðarúr­ræði sem aðeins er beitt ef aðrir mögu­leik­ar í stöðunni eru tald­ir full­reynd­ir, til marks um það hafði því ekki verið beitt með gild­um hætti síðan árið 1959.

mbl.is