„Sagan á eftir að dæma þetta fólk“

Alþingi | 12. júlí 2025

„Sagan á eftir að dæma þetta fólk“

Það var ekki mikill sómi af þingfundi dagsins að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hún segir mjög þung orð hafa verið látin falla á báða bóga.

„Sagan á eftir að dæma þetta fólk“

Alþingi | 12. júlí 2025

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

Það var ekki mik­ill sómi af þing­fundi dags­ins að sögn Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún seg­ir mjög þung orð hafa verið lát­in falla á báða bóga.

Það var ekki mik­ill sómi af þing­fundi dags­ins að sögn Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún seg­ir mjög þung orð hafa verið lát­in falla á báða bóga.

Greint var frá því fyrr í dag að þingloka­samn­ing­ar væru í höfn.

„Mér fannst ekk­ert annað í stöðunni en að for­seti myndi slíta þingi,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir það vera dap­ur­legt að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið að grípa til 71. grein­ar þing­skap­a­laga vegna veiðigjalda­frum­varps at­vinnu­vegaráðherra.

„Sag­an á eft­ir að dæma þetta fólk fyr­ir þenn­an gjörn­ing og þau verða bara að lifa með því,“ seg­ir hún.

„Þessi rík­is­stjórn talaði mikið um að þær væru verk­stjórn og þær ætluðu að af­greiða svo mörg mál en þær hafa ein­fald­lega klúðrað hverju mál­inu á fæt­ur öðru,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir við að rík­is­stjórn­in hafi fórnað öll­um öðrum mál­um fyr­ir veiðigjalda­frum­varpið.

mbl.is