Það var ekki mikill sómi af þingfundi dagsins að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hún segir mjög þung orð hafa verið látin falla á báða bóga.
Það var ekki mikill sómi af þingfundi dagsins að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hún segir mjög þung orð hafa verið látin falla á báða bóga.
Það var ekki mikill sómi af þingfundi dagsins að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hún segir mjög þung orð hafa verið látin falla á báða bóga.
Greint var frá því fyrr í dag að þinglokasamningar væru í höfn.
„Mér fannst ekkert annað í stöðunni en að forseti myndi slíta þingi,“ segir Guðrún í samtali við mbl.is.
Hún segir það vera dapurlegt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að grípa til 71. greinar þingskapalaga vegna veiðigjaldafrumvarps atvinnuvegaráðherra.
„Sagan á eftir að dæma þetta fólk fyrir þennan gjörning og þau verða bara að lifa með því,“ segir hún.
„Þessi ríkisstjórn talaði mikið um að þær væru verkstjórn og þær ætluðu að afgreiða svo mörg mál en þær hafa einfaldlega klúðrað hverju málinu á fætur öðru,“ segir Guðrún og bætir við að ríkisstjórnin hafi fórnað öllum öðrum málum fyrir veiðigjaldafrumvarpið.