Segja valtað yfir minnihlutann

Alþingi | 12. júlí 2025

Segja valtað yfir minnihlutann

„Með því að beita þessu ákvæði hafa forsætisráðherra og ríkisstjórnin í raun valtað yfir minnihlutann, hafnað öllu samtali eða samráði og sett ný viðmið í samskiptum á milli meirihluta og minnihluta á Alþingi. Það er óhjákvæmilegt að þetta hafi áhrif. Ekki bara til skamms tíma og ekki bara á þessu kjörtímabili. Þau voru að breyta hér öllum reglum og hefðum sem verið hafa á Alþingi Íslendinga síðustu áratugi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið, spurð um afleiðingar þess að svokölluðu kjarnorkuákvæði þingskapalaga hafi verið beitt á Alþingi í gær til að knýja fram lok 2. umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra.

Segja valtað yfir minnihlutann

Alþingi | 12. júlí 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beitti svokölluðu kjarnorkuákvæði þingskapalaga í gær. …
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beitti svokölluðu kjarnorkuákvæði þingskapalaga í gær. Þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarpið hefst í dag. mbl.is/Eyþór

„Með því að beita þessu ákvæði hafa for­sæt­is­ráðherra og rík­is­stjórn­in í raun valtað yfir minni­hlut­ann, hafnað öllu sam­tali eða sam­ráði og sett ný viðmið í sam­skipt­um á milli meiri­hluta og minni­hluta á Alþingi. Það er óhjá­kvæmi­legt að þetta hafi áhrif. Ekki bara til skamms tíma og ekki bara á þessu kjör­tíma­bili. Þau voru að breyta hér öll­um regl­um og hefðum sem verið hafa á Alþingi Íslend­inga síðustu ára­tugi,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurð um af­leiðing­ar þess að svo­kölluðu kjarn­orku­ákvæði þing­skap­a­laga hafi verið beitt á Alþingi í gær til að knýja fram lok 2. umræðu um veiðigjalda­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra.

„Með því að beita þessu ákvæði hafa for­sæt­is­ráðherra og rík­is­stjórn­in í raun valtað yfir minni­hlut­ann, hafnað öllu sam­tali eða sam­ráði og sett ný viðmið í sam­skipt­um á milli meiri­hluta og minni­hluta á Alþingi. Það er óhjá­kvæmi­legt að þetta hafi áhrif. Ekki bara til skamms tíma og ekki bara á þessu kjör­tíma­bili. Þau voru að breyta hér öll­um regl­um og hefðum sem verið hafa á Alþingi Íslend­inga síðustu ára­tugi,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurð um af­leiðing­ar þess að svo­kölluðu kjarn­orku­ákvæði þing­skap­a­laga hafi verið beitt á Alþingi í gær til að knýja fram lok 2. umræðu um veiðigjalda­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar seg­ir hins veg­ar að yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafi bent til þess að ætl­un­in væri að beita neit­un­ar­valdi. „Það er ekki í
ís­lensk­um lög­um og ekki í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá. For­seti var með skrefi sínu í dag að verja lýðræðið og þing­ræðið. Það skipt­ir máli að stjórn­mál­in tak­ist á en á end­an­um þarf að verja lýðræðið og þing­ræðið,“ sagði hún.

„Óhjá­kvæmi­lega mun þetta hafa veru­leg­ar af­leiðing­ar. Gall­inn við það að ýta á kjarn­orku­hnapp­inn er að þá verður kjarn­orku­stríð. Það er al­veg ljóst að þetta mun hafa mik­il áhrif á lok þingstarfa, það seg­ir sig sjálft,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins.

„En það er líka óhjá­kvæmi­legt að þetta muni hafa áhrif að minnsta kosti út þetta kjör­tíma­bil, ef ekki leng­ur. Með þessu er brotið blað í sög­unni, ekki aðeins að þessu ákvæði var beitt í fyrsta skipti í 60 ár, held­ur einnig að því var beitt á skattafrum­varp sem á ekki að taka gildi fyrr en næsta vet­ur og for­sæt­is­ráðherr­ann var orðinn þreytt­ur á því að ræða málið í júlí,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

„Ég get haft mörg orð um þetta. Fyrst og fremst að við höf­um borið gæfu til þess á Íslandi síðustu ára­tugi að nota sam­ræðustjórn­mál, en grund­völl­ur lýðræðis­ins er sam­vinna og niðurstaða fæst með sam­tali. Það hef­ur verið gæfa okk­ar núna til nokk­urra ára­tuga að byggja á þessu,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. „Það er nokkuð þungt í mér yfir þessu. Ég hef veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvernig hlut­irn­ir þró­ast í fram­hald­inu,“ seg­ir hann.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

mbl.is