Óafsakanlegum mistökum að kenna

Trump stóð keikur og steytti fram hnefanum eftir árásina.
Trump stóð keikur og steytti fram hnefanum eftir árásina. AFP/Rebekka Droke

Bana­til­ræðið á hend­ur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta er af­leiðing „óafsak­an­legra mistaka,“ seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar öld­unga­deild­ar banda­ríska þings­ins. 

Nefnd­in var sett á lagg­irn­ar í kjöl­far þess að til­raun varð gerð til að myrða Trump sem þá var for­setafram­bjóðandi. Skotið var úr riffli í eyra Don­alds Trumps en litlu mátti muna að árás­armaður­inn, hinn tví­tugi Thom­as Crooks, hefði tek­ist ætl­un­ar­verk sitt. 

„Það sem gerðist er ófyr­ir­gef­an­legt og af­leiðing­arn­ar sem hafa verið lagðar til vegna mistak­anna eru ekki í sam­ræmi við al­var­leika máls­ins,“ seg­ir í skýrslu sem gef­in var út af heima­varna- og stjórn­sýslu­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings.

Eng­inn rek­inn enn

„Eng­inn hef­ur verið rek­inn enn, þrátt fyr­ir mis­tök­in sem gerð voru,“ seg­ir Rand Paul, formaður nefnd­ar­inn­ar. 

„At­vikið sýn­ir al­gjört klúður á mörg­um stig­um ör­ygg­is­gæsl­unn­ar. Það var knúið fram af skri­fræðis­legu kæru­leysi, skorti á skýr­um verklags­regl­um og al­gjörri huns­un á bein­um hót­un­um,“ seg­ir Paul. 

Eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar um ástæðu Crooks fyr­ir morðtil­raun­inni komu fram í skýrsl­unni. Ekki er vitað hvað hon­um gekk til. Hann var skot­inn til bana við morðtil­raun­ina. 

Mistökum í öryggisgæslu er kennt um banatilræðið.
Mis­tök­um í ör­ygg­is­gæslu er kennt um bana­til­ræðið. AFP/​Re­bekka Droke
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert