Ströndin fyrir þá sem vilja „swing-a“

Sólarlandaferðir | 13. júlí 2025

Ströndin fyrir þá sem vilja „swing-a“

Margir fara í sumarfrí á suðrænar slóðir til að njóta rólegra stunda og láta geisla sólarinnar verma sig en aðrir leitast eftir meiri spennu og ævintýrum. Strandbærinn Cap d’Agde í suðurhluta Frakklands hefur vakið mikla athygli sem vinsæl paradís fyrir fólk sem sækist eftir því að swinga, sem er oft kallað „lífstíllinn’’, hópkynlíf eða fjölkær sambönd.

Ströndin fyrir þá sem vilja „swing-a“

Sólarlandaferðir | 13. júlí 2025

Cap d’Agde hefur skapað sér orðspor sem einn helsti swing-áfangastaður …
Cap d’Agde hefur skapað sér orðspor sem einn helsti swing-áfangastaður Evrópu. Skjáskot/euronat.com/

Marg­ir fara í sum­ar­frí á suðræn­ar slóðir til að njóta ró­legra stunda og láta geisla sól­ar­inn­ar verma sig en aðrir leit­ast eft­ir meiri spennu og æv­in­týr­um. Strand­bær­inn Cap d’Ag­de í suður­hluta Frakk­lands hef­ur vakið mikla at­hygli sem vin­sæl para­dís fyr­ir fólk sem sæk­ist eft­ir því að sw­inga, sem er oft kallað „lífstíll­inn’’, hópkyn­líf eða fjöl­kær sam­bönd.

Marg­ir fara í sum­ar­frí á suðræn­ar slóðir til að njóta ró­legra stunda og láta geisla sól­ar­inn­ar verma sig en aðrir leit­ast eft­ir meiri spennu og æv­in­týr­um. Strand­bær­inn Cap d’Ag­de í suður­hluta Frakk­lands hef­ur vakið mikla at­hygli sem vin­sæl para­dís fyr­ir fólk sem sæk­ist eft­ir því að sw­inga, sem er oft kallað „lífstíll­inn’’, hópkyn­líf eða fjöl­kær sam­bönd.

Eng­ar tak­mark­an­ir

Cap d’Ag­de hef­ur skapað sér orðspor sem einn helsti áfangastaður Evr­ópu fyr­ir fólk sem nýt­ur þess að ganga um nakið, lifa frjáls­legu lífi og fyr­ir þau sem sækj­ast eft­ir því að „sw­ing-a’’.

Á svæðinu rík­ir afar af­slappað and­rúms­loft og marg­ir gest­anna koma aft­ur ár eft­ir ár en Naturist Villa­ge, sem er hluti af strand­bæn­um, dreg­ur ár­lega til sín tugþúsund­ir ferðamanna.

Naturist Villa­ge hef­ur allt sem þarf fyr­ir fríið, meðal ann­ars versl­an­ir, bakarí, hár­greiðslu­stof­ur, lík­ams­rækt­ar­stöðvar, fjöl­marga veit­ingastaði og bari, ásamt ýms­um skemmtistöðum sér­stak­lega ætluðum fólki með op­inn huga. Svæðið stát­ar af tveggja kíló­metra langri strönd þar sem flest­ar fara nakt­ir, þó að það sé ekki skylda.

Strand­lengj­an skipt­ist upp þannig að sér­stök svæði eru vin­sæl meðal fjöl­skyldu­fólks en önn­ur svæði, sér­stak­lega kölluð „sw­in­gers beach“, eru ætluð þeim sem vilja maka­skipti og/​eða stunda kyn­líf sam­an með öðru fólki. Þar eru ýms­ir viðburðir eins og froðupartí og sund­laugarpartí vin­sæl, þar sem alls kyns hlut­ir ger­ast. Ef þú ert for­vit­inn, op­inn og æv­in­týra­gjarn ferðamaður er Cap d’Ag­de aug­ljós­lega staður sem vert er að skoða.

mbl.is