Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar, segir skemmtiferðasiglingar til og frá Akureyrarhöfn hafa gengið afburða vel það sem af er sumri og að mikið sé að gera í bæði ferðaþjónustu- og veitingageiranum í bænum.
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar, segir skemmtiferðasiglingar til og frá Akureyrarhöfn hafa gengið afburða vel það sem af er sumri og að mikið sé að gera í bæði ferðaþjónustu- og veitingageiranum í bænum.
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar, segir skemmtiferðasiglingar til og frá Akureyrarhöfn hafa gengið afburða vel það sem af er sumri og að mikið sé að gera í bæði ferðaþjónustu- og veitingageiranum í bænum.
Hann segir þó færri skip hafa komið til hafnar í sumar en síðustu ár og á von á því að skipum muni fækka enn frekar á komandi árum.
„Ég tel þetta vera áhrif þess að síðasta ríkisstjórn afnam tollfrelsi skipanna, en 40 færri skip hafa komið hingað miðað við sama tíma í fyrra. Stór hluti fækkunarinnar er meðal minni skipa, svokallaðra leiðangursskipa,“ segir Páll.
Tollhvatinn var settur á í kringum árið 2012 til að laða skemmtiferðaskip til Íslands og heimsækja þar með minni hafnir úti á landi og segir Pétur deginum ljósara að með tíðari komum skemmtiferðaskipa hafi líf í höfnum landsins aukist.
„Þar sem ákveðið var að hætta með tollaívilnunina eru siglingar til og frá Íslandi ekki jafn hagkvæmar og því hafa ýmis skipafélög leitað á ný mið.“
Pétur segir lítil sjávarþorp óneitanlega njóta góðs af skemmtiferðaskipunum og því bindur hann vonir við að ný ríkisstjórn grípi inn í málið með einhverjum hætti, t.d. með að endurinnleiða ívilnunina eða lækka innviðagjöld á ferðamenn.