Heillandi gisting á Suðurlandi

Heillandi gisting á Suðurlandi

Á Suðurlandi eru ótal spennandi gististaðir til að verja einni nóttu eða fleirum meðan á ferðalaginu stendur. Á vinsælu vefsíðunni AirBnb er auglýstur aragrúi af alls konar gistingu um allt Suðurlandið til skammtímaleigu og flestir ættu að finna gistingu við sitt hæfi.

Heillandi gisting á Suðurlandi

Suðurland í öllu sínu veldi | 14. júlí 2025

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Á Suður­landi eru ótal spenn­andi gisti­staðir til að verja einni nóttu eða fleir­um meðan á ferðalag­inu stend­ur. Á vin­sælu vefsíðunni AirBnb er aug­lýst­ur ara­grúi af alls kon­ar gist­ingu um allt Suður­landið til skamm­tíma­leigu og flest­ir ættu að finna gist­ingu við sitt hæfi.

Á Suður­landi eru ótal spenn­andi gisti­staðir til að verja einni nóttu eða fleir­um meðan á ferðalag­inu stend­ur. Á vin­sælu vefsíðunni AirBnb er aug­lýst­ur ara­grúi af alls kon­ar gist­ingu um allt Suður­landið til skamm­tíma­leigu og flest­ir ættu að finna gist­ingu við sitt hæfi.

Útsýni yfir Dyr­hóla­ey

Í Vík er dá­sam­legt tveggja her­bergja, ein­stak­lega smekk­legt hús til leigu. Húsið er glæ­nýtt og er inn­réttað á míni­malísk­an hátt og rúm­ar fjóra gesti í tveim­ur svefn­her­bergj­um. Eitt baðher­bergi er í hús­inu. Gest­ir geta notið morg­un­boll­ans með út­sýni yfir Dyr­hóla­ey áður en ferðalag­inu er haldið áfram.

Rólegt og fallegt umhverfi við Vík í Mýrdal.
Ró­legt og fal­legt um­hverfi við Vík í Mýr­dal. Skjá­skot/​AirBnb

Sveitag­ist­ing við Hvolsvöll

Rétt við Hvolsvöll er hrá en hlý­leg sveitag­ist­ing í boði. Kof­inn rúm­ar þægi­lega tvo full­orðna en einnig er svefn­sófi til staðar sem gæti hentað fyr­ir tvö börn. Gist­ing­in er inn­réttuð á hrá­an hátt en með hlý­leg­um smá­atriðum. Þetta hent­ar vel fyr­ir æv­in­týri fjög­urra manna fjöl­skyldu á leið um landið.

Upplifðu ekta sveitastemingu á Hvolsvelli.
Upp­lifðu ekta sveita­stem­ingu á Hvols­velli. Skjá­skot/​AirBnb

Lúx­us­gist­ing í Reyk­holti

Fyr­ir þær fjöl­skyld­ur sem þrá lúx­us á ferðalög­um um landið þá er þessi bú­staður í Reyk­holti kjör­inn. Í hon­um er pláss fyr­ir átta gesti í fjór­um svefn­her­bergj­um og eru baðher­berg­in fjög­ur. Það er að sjálf­sögðu heit­ur pott­ur, grill, stór pall­ur og fal­legt út­sýni og all­ar lík­ur á því að ná al­vöru slök­un.

Hús í Reykholti fyrir þá sem þurfa lúxus.
Hús í Reyk­holti fyr­ir þá sem þurfa lúx­us. Skjá­skot/​AirBnb

Upp­lifðu þig ein­an í heim­in­um

Bú­staður í Skaft­ár­hreppi sem er fjarri flestu og þú upp­lif­ir þig al­ein­an í heim­in­um. Bú­staður­inn er fyr­ir þá sem þurfa aðeins að kom­ast í burtu og njóta þess að vera með fjöl­skyldu eða vin­um. Bú­staður­inn rúm­ar þrjá gesti. Eitt svefn­her­bergi er í bú­staðnum en einnig er svefn­sófi í stof­unni. Þó gest­ir fái að vera í friði á staðnum þá er leik­ur einn að gera sér dags­ferð til að heim­sækja staði eins og Jök­uls­ár­lón, Vík í Mýr­dal og Kirkju­bæj­arklaust­ur.

Í Skaftárhreppi finnurðu slökun í náttúrunni.
Í Skaft­ár­hreppi finn­urðu slök­un í nátt­úr­unni. Skjá­skot/​AirBnb

Skandi­nav­ísk­ur lúx­us rétt við Vík

Í aðeins þrjá­tíu mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Vík er þessi fal­legi tveggja hæða bú­staður fyr­ir stóra fjöl­skyldu eða vina­hóp. Þarna finn­urðu fjög­ur svefn­her­bergi sem rúma allt að níu manns. Húsið er inn­réttað í skandi­nav­ísk­um sveita­stíl þar sem svart­ir og hvít­ir lit­ir eru áber­andi. Gest­ir geta náð slök­un eft­ir lang­an dag í ný­legri sánu.

Þrjátíu mínútum frá Vík er fallegt hús innréttað í skandinavískum …
Þrjá­tíu mín­út­um frá Vík er fal­legt hús inn­réttað í skandi­nav­ísk­um stíl. Skjá­skot/​AirBnb
mbl.is