Inga Sæland beðin um að hemja sig

Alþingi | 14. júlí 2025

Inga Sæland beðin um að hemja sig

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, þurfti að biðja ráðherra um að hafa hemil á sér er þeir gripu ítrekað fram í fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, fyrr í dag.

Inga Sæland beðin um að hemja sig

Alþingi | 14. júlí 2025

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Birta Margrét

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, þurfti að biðja ráðherra um að hafa hem­il á sér er þeir gripu ít­rekað fram í fyr­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins, fyrr í dag.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, þurfti að biðja ráðherra um að hafa hem­il á sér er þeir gripu ít­rekað fram í fyr­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins, fyrr í dag.

Í umræðum um at­kvæðagreiðslu vegna veiðigjalda­frum­varps­ins sauð upp úr hjá sum­um stjórn­ar­liðum þegar Sig­mund­ur Davíð sagði rík­is­stjórn­ina bera ábyrgð á því að ekki hefði verið ráðist í af­greiðslu strand­veiðifrum­varps­ins.

Sagði hann það vera vegna þess að rík­is­stjórn­in væri með dag­skrár­valdið. 

Þor­gerður og Inga létu í sér heyra

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra kallaði þá eitt­hvað á meðan Sig­mund­ur fór með ræðuna sína og Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, byrjaði einnig að hrópa.

Spurði hún til dæm­is af hverju strand­veiðifrum­varpið yrði ekki bara sett á dag­skrá núna. 

„[For­seti] biður hæst­virta ráðherra um að hafa hem­il á sér,“ sagði Þór­unn. 

Njáll bað Ingu um að hemja sig

Eft­ir ræðu Sig­mund­ar tók Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, til máls og vildi svara mál­flutn­ingi Lilju Raf­n­eyj­ar Magnús­dótt­ur, þing­manns Flokks fólks­ins, sem hafði flutt ræðu skömmu áður. 

Inga Sæ­land greip fram í fyr­ir hon­um og virt­ist meina að Njáll hefði ekki farið rétt með nafn Lilju.

Njáll staldraði við í smá stund en hélt svo áfram og þá sakaði hún Njál um að upp­nefna Lilju, sem hann gerði ekki. 

„Reyndu að hemja þig hæst­virt­ur ráðherra. Reyndu einu sinni. Það væri ánægju­legt,“ sagði Njáll.

mbl.is