Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, þurfti að biðja ráðherra um að hafa hemil á sér er þeir gripu ítrekað fram í fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, fyrr í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, þurfti að biðja ráðherra um að hafa hemil á sér er þeir gripu ítrekað fram í fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, fyrr í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, þurfti að biðja ráðherra um að hafa hemil á sér er þeir gripu ítrekað fram í fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, fyrr í dag.
Í umræðum um atkvæðagreiðslu vegna veiðigjaldafrumvarpsins sauð upp úr hjá sumum stjórnarliðum þegar Sigmundur Davíð sagði ríkisstjórnina bera ábyrgð á því að ekki hefði verið ráðist í afgreiðslu strandveiðifrumvarpsins.
Sagði hann það vera vegna þess að ríkisstjórnin væri með dagskrárvaldið.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kallaði þá eitthvað á meðan Sigmundur fór með ræðuna sína og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, byrjaði einnig að hrópa.
Spurði hún til dæmis af hverju strandveiðifrumvarpið yrði ekki bara sett á dagskrá núna.
„[Forseti] biður hæstvirta ráðherra um að hafa hemil á sér,“ sagði Þórunn.
Eftir ræðu Sigmundar tók Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til máls og vildi svara málflutningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, sem hafði flutt ræðu skömmu áður.
Inga Sæland greip fram í fyrir honum og virtist meina að Njáll hefði ekki farið rétt með nafn Lilju.
Njáll staldraði við í smá stund en hélt svo áfram og þá sakaði hún Njál um að uppnefna Lilju, sem hann gerði ekki.
„Reyndu að hemja þig hæstvirtur ráðherra. Reyndu einu sinni. Það væri ánægjulegt,“ sagði Njáll.