Eftir að Alþingi lauk störfum í dag er ljóst að þingfundir stóðu yfir í samtals 710 klukkustundir frá því þingið hófst 4. febrúar.
Eftir að Alþingi lauk störfum í dag er ljóst að þingfundir stóðu yfir í samtals 710 klukkustundir frá því þingið hófst 4. febrúar.
Eftir að Alþingi lauk störfum í dag er ljóst að þingfundir stóðu yfir í samtals 710 klukkustundir frá því þingið hófst 4. febrúar.
Þar af fóru rúmlega 162 klukkustundir í umræðu um veiðigjöld, eða 22,8% af heildarlengd þingfunda.
Þetta má lesa í tölfræðiupplýsingum sem sendar hafa verið út frá skrifstofu Alþingis.
Meðallengd þingfunda var um átta klukkustundir, en sá lengsti stóð í 18 og hálfa klukkustund.
Alls voru 35 frumvörp samþykkt á þinginu, en 96 voru óútrædd.
Af 71 þingsályktunartillögu voru 12 samþykktar og 59 óafgreiddar.
Alls voru 502 þingmál til meðferðar, en tala þingskjala var 869.
Samtals voru lagðar fram 266 fyrirspurnir á þingskjölum á þinginu. Þar af voru 17 fyrirspurnir til munnlegs svars, 12 þeirra svarað og ein felld niður vegna ráðherraskipta.
Skriflegar fyrirspurnir voru 249 talsins og barst svar við 159 þeirra, en 89 biðu svars þegar þingi var frestað.