Nærri fjórðungur þingsins fór í veiðigjaldaumræðu

Alþingi | 14. júlí 2025

Nærri fjórðungur þingsins fór í veiðigjaldaumræðu

Eftir að Alþingi lauk störfum í dag er ljóst að þingfundir stóðu yfir í samtals 710 klukkustundir frá því þingið hófst 4. febrúar.

Nærri fjórðungur þingsins fór í veiðigjaldaumræðu

Alþingi | 14. júlí 2025

Umræður um veiðigjöld tóku 22,8% af tíma þingfunda.
Umræður um veiðigjöld tóku 22,8% af tíma þingfunda. mbl.is/Eyþór

Eft­ir að Alþingi lauk störf­um í dag er ljóst að þing­fund­ir stóðu yfir í sam­tals 710 klukku­stund­ir frá því þingið hófst 4. fe­brú­ar.

Eft­ir að Alþingi lauk störf­um í dag er ljóst að þing­fund­ir stóðu yfir í sam­tals 710 klukku­stund­ir frá því þingið hófst 4. fe­brú­ar.

Þar af fóru rúm­lega 162 klukku­stund­ir í umræðu um veiðigjöld, eða 22,8% af heild­ar­lengd þing­funda.

Þetta má lesa í töl­fræðiupp­lýs­ing­um sem send­ar hafa verið út frá skrif­stofu Alþing­is. 

Meðallengd þing­funda var um átta klukku­stund­ir, en sá lengsti stóð í 18 og hálfa klukku­stund.

Alls voru 35 frum­vörp samþykkt á þing­inu, en 96 voru óút­rædd.

Af 71 þings­álykt­un­ar­til­lögu voru 12 samþykkt­ar og 59 óaf­greidd­ar.

502 þing­mál til meðferðar

Alls voru 502 þing­mál til meðferðar, en tala þingskjala var 869. 

Sam­tals voru lagðar fram 266 fyr­ir­spurn­ir á þingskjöl­um á þing­inu. Þar af voru 17 fyr­ir­spurn­ir til munn­legs svars, 12 þeirra svarað og ein felld niður vegna ráðherra­skipta.

Skrif­leg­ar fyr­ir­spurn­ir voru 249 tals­ins og barst svar við 159 þeirra, en 89 biðu svars þegar þingi var frestað.

mbl.is