Eins og flestir landsmenn vita á íslenska afrekskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir von á sínu fyrsta barni, sem er stúlka, með unnusta sínum, fyrrverandi NHL-leikmanninum Brooks Laich, síðar á árinu.
Parið sem trúlofaði sig stuttu fyrir síðustu jól greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í byrjun maímánaðar.
Katrín Tanja, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, lætur óléttukúluna ekkert hægja á sér og er dugleg að stunda íþróttir og útivist enda athafnasöm og margt til lista lagt.
Katrín Tanja deildi skemmtilegu myndskeiði sem sýnir hana sýna listir sínar á brimbretti á Instagram-síðu sinni í gærdag.
Fyrsta brimbrettaferð litlu stúlkunnar,” skrifar hún við myndskeiðið sem hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni síðasta sólarhringinn en hátt í 12 þúsund manns hafa þegar líkað við færsluna, enda ekki á hverjum degi sem maður rekst á myndskeið af óléttri konu þjóta yfir öldurnar eins og ekkert sé.
Katrín Tanja varð heimsmeistari í Crossfit árin 2015 og 2016, hafnaði í 3. sæti á leikunum árið 2018 og í fjórða sæti árið 2019.
Hún sagði skilið við íþróttina í fyrra.