Ólétt og þaut yfir öldurnar á brimbretti

Katrín Tanja tekur sig vel út á brimbretti.
Katrín Tanja tekur sig vel út á brimbretti. Samsett mynd

Eins og flest­ir lands­menn vita á ís­lenska af­reks­kon­an Katrín Tanja Davíðsdótt­ir von á sínu fyrsta barni, sem er stúlka, með unn­usta sín­um, fyrr­ver­andi NHL-leik­mann­in­um Brooks Laich, síðar á ár­inu.

Parið sem trú­lofaði sig stuttu fyr­ir síðustu jól greindi frá gleðitíðind­un­um á sam­fé­lags­miðlum í byrj­un maí­mánaðar.

Katrín Tanja, tvö­fald­ur heims­meist­ari í Cross­fit, læt­ur óléttu­kúl­una ekk­ert hægja á sér og er dug­leg að stunda íþrótt­ir og úti­vist enda at­hafna­söm og margt til lista lagt.

Katrín Tanja deildi skemmti­legu mynd­skeiði sem sýn­ir hana sýna list­ir sín­ar á brimbretti á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

Fyrsta brimbretta­ferð litlu stúlk­unn­ar,” skrif­ar hún við mynd­skeiðið sem hef­ur fengið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni síðasta sól­ar­hring­inn en hátt í 12 þúsund manns hafa þegar líkað við færsl­una, enda ekki á hverj­um degi sem maður rekst á mynd­skeið af óléttri konu þjóta yfir öld­urn­ar eins og ekk­ert sé.

Katrín Tanja varð heims­meist­ari í Cross­fit árin 2015 og 2016, hafnaði í 3. sæti á leik­un­um árið 2018 og í fjórða sæti árið 2019.

Hún sagði skilið við íþrótt­ina í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda