Umræðum um veiðigjöldin er lokið

Alþingi | 14. júlí 2025

Umræðum um veiðigjöldin er lokið

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lokið máli sínu í umræðum um veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. 

Umræðum um veiðigjöldin er lokið

Alþingi | 14. júlí 2025

Stjórnarandstaðan hefur lokið máli sínu.
Stjórnarandstaðan hefur lokið máli sínu. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafa lokið máli sínu í umræðum um veiðigjalda­frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra. 

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafa lokið máli sínu í umræðum um veiðigjalda­frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra. 

Þetta sögðu for­menn flokk­anna þriggja í upp­hafi þing­fund­ar í dag þar sem þriðju umræðu um frum­varpið um­deilda er fram­haldið. Umræða um frum­varpið er sú lengsta í sögu Alþing­is.

Fyr­ir­hugað er að dag­ur­inn í dag verði sein­asti dag­ur þessa þings en sam­komu­lag um þinglok náðist síðdeg­is á laug­ar­dag­inn í kjöl­far til­lögu þing­for­seta.

Fjög­ur mál verða af­greidd í dag en þau eru veiðigjalda­frum­varpið, frum­varp um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar, frum­varp um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga með breyt­ing­ar­til­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar og lög­bund­in fjár­mála­áætl­un.

Leik­rit en ekki umræða

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók fyrst allra til máls á fund­in­um og gagn­rýndi þar harðlega fram­ferði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og beit­ingu á 71. gr þing­skap­ar­laga.

Hún sagði að umræðan um frum­varpið á þing­inu væri ekki umræða held­ur væri um að ræða sviðsetn­ingu leik­rits af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem hefði haft í hyggju að þröngva í gegn eig­in niður­stöðu frá upp­hafi. 

„Af þeim sök­um hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lokið máli sínu í þessu máli. Það var þeirra ákvörðun og hún verður því miður ekki dregið til baka,“ sagði Guðrún að lok­um.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, kvöddu sér einnig hljóðs að loknu máli Guðrún­ar og staðfestu að flokk­ar sín­ir myndu ekki taka þátt í frek­ari umræðu um frum­varpið. 

Þriðju umræðu um frum­varpið er nú lokið en at­kvæðagreiðslu hef­ur verið frestað. 

mbl.is