Fagna því að umdeilt ákvæði hafi verið fellt út

Alþingi | 15. júlí 2025

Fagna því að umdeilt ákvæði hafi verið fellt út

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, fagna þeim breytingum sem gerðar voru á frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en frumvarpið var samþykkt á Alþingi í gær. 

Fagna því að umdeilt ákvæði hafi verið fellt út

Alþingi | 15. júlí 2025

Bæjarstjórarnir fagna breytingunum sem gerðar voru á frumvarpinu.
Bæjarstjórarnir fagna breytingunum sem gerðar voru á frumvarpinu. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, fagna þeim breyt­ing­um sem gerðar voru á frum­varpi um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga áður en frum­varpið var samþykkt á Alþingi í gær. 

Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, fagna þeim breyt­ing­um sem gerðar voru á frum­varpi um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga áður en frum­varpið var samþykkt á Alþingi í gær. 

Þetta segja bæj­ar­stjór­arn­ir í sam­tali við mbl.is. 

Áður en frum­varpið var samþykkt á Alþingi í gær var samþykkt breyt­ing­ar­til­laga Bryn­dís­ar Har­alds­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem felldi á brott ákvæði um lækk­un fram­laga úr sjóðnum sem ekki full­nýta álagn­ingu út­svars á íbúa sveit­ar­fé­lags­ins en Ásdís og Alm­ar, ásamt öðrum bæj­ar­stjór­um, höfðu harðlega gagn­rýnt þetta ákvæði frum­varps­ins. 

Bæj­ar­fé­lög sem inn­heimta ekki hæstu leyfi­legu út­svars­pró­sentu, eins og Kópa­vog­ur og Garðabær, hefðu orðið af fram­lög­um úr sjóðnum hefði ákvæðið ekki verið fellt út. Leiða má lík­ur að því að ákvæðið hefði því orðið til þess að sveit­ar­fé­lög yrðu nauðbeygð til þess að hækka út­svars­pró­sentu sína. 

Verða af jöfn­un­ar­fram­lög­um

Alm­ar kveðst ánægður með þær breyt­ing­ar sem gerðar voru þó hann sé ekki fylli­lega sátt­ur með nýju lög­in í heild sinni. 

„Það er mjög skyn­sam­leg niðurstaða hjá þing­inu að fella þetta út­svarsákvæði út. Okk­ar mál­flutn­ing­ur var í raun staðfest­ur í svör­um innviðaráðuneyt­is­ins þegar málið var til um­fjöll­un­ar hjá um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd,“ seg­ir Alm­ar aðspurður um þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á frum­varp­inu.

Alm­ar seg­ir að með nýju lög­un­um verði Garðabær af jöfn­un­ar­fram­lög­um sem hafa hlupið á hundruðum millj­ón­um króna síðastliðin ár. 

„Við verðum af þess­um ár­legu fram­lög­um. Það vill auðvitað eng­in missa tekj­ur en við sýn­um þessu meiri skiln­ing held­ur en hefði átt við um út­svarsákvæðið. Hér er um heild­ar­end­ur­skoðun á þess­um jöfn­un­ar­fram­lög­um að ræða og það get­ur þýtt breyt­ing­ar fyr­ir hvert og eitt sveit­ar­fé­lag,“ seg­ir Alm­ar aðspurður um hvort lög­in komi til með að hafa nei­kvæð áhrif á hans sveit­ar­fé­lag. 

Reykjavík fær sérstakt höfuðstaðarálag samkvæmt nýjum lögum um jöfnunarsjóð.
Reykja­vík fær sér­stakt höfuðstaðarálag sam­kvæmt nýj­um lög­um um jöfn­un­ar­sjóð. mbl.is/​Sig­urður Unn­ar Ragn­ars­son

Set­ur spurn­inga­merki við höfuðstaðarálag

Ásdís tek­ur í sama streng og Alm­ar og fagn­ar því að út­svarsákvæðið hafi verið tekið út enda seg­ir seg­ir hún að slíkt ákvæði hafi bein­lín­is neytt sveit­ar­fé­lög­um sem ekki séu með út­svarsálagn­ingu í hæstu leyfi­legu pró­sentu að hækka skatta á sína íbúa. Ákvæðið hefði að henn­ar mati falið í sér al­var­lega skerðingu á sjálf­stjórn sveit­ar­fé­laga og skapað ranga hvata fyr­ir sveit­ar­fé­lög. 

Hún seg­ist þó setja spurn­inga­merki við ákveðna þætti lag­anna, þar á meðal svo­kallað höfuðstaðarálag sem Reykja­vík og Ak­ur­eyri munu hljóta, meðal ann­ars til að sinna menn­ing­ar­starf­semi sinni.  

„Þetta höfuðstaðarálag er rosa­lega mats­kennd og óljóst hvernig álagið er fengið. Þegar nýt­ur Reykja­vík sem dæmi góðs af því að flest­ar rík­is­stofn­an­ir eru í borg­inni og fær tugi millj­arða skatt­tekj­ur á ári í gegn­um fast­eigna­gjöld­in. Með þessu álagi er hins veg­ar verið að gera ráð fyr­ir því að önn­ur sveit­ar­fé­lög fari að niður­greiða enn frek­ar til Reykja­vík­ur því hún sé höfuðborg, til dæm­is er til­tekið vegna menn­ing­ar­starf­semi svo dæmi séu tek­in. 

Kópa­vog­ur og mörg önn­ur sveit­ar­fé­lög eru hins veg­ar sjálf að reka menn­ing­ar­stofn­an­ir, við erum til dæm­is að reka Sal­inn og Gerðarsafn. Þannig að okk­ur finnst eitt­hvað skakkt hvernig þetta höfuðstaðarálag er fengið. Þó það megi gagn­rýna þetta höfuðstaðarálag þá var vissu­lega okk­ar megin­áhersla að þátt­ur­inn er sneri að út­svar­inu yrði tek­in út og við erum auðvitað mjög ánægð að á okk­ur var hlustað,“ seg­ir Ásdís. 

Ásdís tel­ur ekki að lög­in eins og þau voru samþykkt hafi veru­leg áhrif á fjár­hag Kópa­vogs. 

„Lög­in hafa óveru­leg áhrif á okk­ar fjár­hag, þetta hef­ur meiri áhrif á önn­ur sveit­ar­fé­lög. Við erum stórt sveit­ar­fé­lag og greiðum meira inn í sjóðinn en við fáum út úr hon­um, sem er eðli­legt þegar horft er til þess hvert sé meg­in­hlut­verk jöfn­un­ar­sjóðs.“

Þing­menn fari með rangt mál

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, ásamt fleiri þing­mönn­um, gagn­rýndi það að út­svarsákvæðin um­deilda hefðu verið felld úr lög­un­um. Afstaða Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur verið sú að sveit­ar­fé­lög sem hafi svig­rúm til þess að sækja tekj­ur með skött­um á eig­in íbúa eigi ekki að sækja tekj­ur í jöfn­un­ar­sjóð.

Bæj­ar­stjór­arn­ir segja þessi sjón­ar­mið vera byggð á mis­skiln­ingi á því hvernig sjóður­inn starfi. 

„Það er verið að láta að því liggja að það sé eng­in jöfn­un í kerf­inu eins og það var fyr­ir breyt­ingu en það er alls­herj­ar mis­skiln­ing­ur. Við höf­um marg­bent á það að okk­ar íbú­ar hafa lagt inn meira í sjóðinn en við höf­um fengið á móti, við erum þó ekki and­snú­in því en okk­ur finnst skjóta skökku við þegar menn halda því fram að sjóður­inn hafi ekki verið fé­lags­leg­ur jöfn­un­ar­sjóður,“ seg­ir Alm­ar. 

Ásdís seg­ir það ekki skipta neinu máli hver út­svars­pró­senta sveit­ar­fé­lags er þegar greitt er inn í sjóðinn og úr hon­um. 

„Það er bara ekki rétt að halda því fram að ef ein­hver sveit­ar­fé­lög séu ekki með út­svarið í há­marki að þá séu þau að fá niður­greiðslu í gegn­um Jöfn­un­ar­sjóð. Ákvarðanir hvers sveit­ar­fé­lags um út­svars­pró­sentu sína hafa eng­in áhrif á greiðslur þeirra inn í sjóðinn. Kópa­vogs­bær greiðir ár­lega til að mynda ein­um og hálf­um millj­arði meira inn í sjóðinn en við fáum út úr hon­um. Kópa­vogs­bú­ar eru því að niður­greiða rekst­ur annarra sveit­ar­fé­laga með sín­um út­svars­greiðslum,“ seg­ir Ásdís.

mbl.is